Logafold 32 , 112 Reykjavík (Grafarvogur)
218.600.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
353 m2
218.600.000
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1985
Brunabótamat
96.250.000
Fasteignamat
123.800.000

Domusnova hefur fengið í einkasölu glæsilegt einbýlis hús á frábærum stað við Logafold í Reykjavík. Stór garður með heitum potti, pöllum og verönd umlykja húsið. Frábært útsýni af svölum yfir voginn. Húsið var allt meira og minna endunýjað árið 2008, þar á meðal lagnir, gólfefni, arinn og sett var rafstýrð lýsing og gardínur í efri hæðina. Húsið er nú með þremur herbergjum en einfalt er að gera tvö herbergi úr einu og vera þannig með 4 svefnherbergi. Húsið er samtals 353,7fm að stærð en nýverið var samþykkt reyndarteikning sem staðfestir þá stærð, skráð stærð verður uppfærð en er nú skráð 213,6fm og er fasteignamat miðað við þá stærð. Húsinu hefur verið vel við haldið og var allt timburverk málað 2023, þak er upprunalegt. 

Þegar komið er að húsinu er upphitað bílastæði vestan hússins sem rúmar tvo bíla og bílskúr með rafmagnshurðaopnara rúmar þriðja bílinn. Á hægri hönd er pallur sem snýr á móti kvöldsólinni. Þegar komið er inní forstofu er alrými til hægri með niðurlímdu parketi á gólfi, gengið útá svalir til suðurs með útsýni yfir voginn og suður og austur um. Af alrýminu er opið í blómaskála á neðri hæð. Rafmagnsstýringar eru á ljósum og gardínum á hæðinni. Gengið er inn gang þar sem stórt baðherbergi er á vinstri hönd og stigi á neðri hæðina, innst í ganginum er stórt svefnherbergi með sérinngang á baðherbergið og mjög gott fataherbergi innan við svefnherbergið. Á neðri hæð er gott herbergi að austan, stór blómaskáli og sjónvarpshol í miðrými, stórt herbergi að sunnan en þar hefur tveimur herbergjum verið breytt í eitt stórt og einfalt er að breyta því þannig að tvö herbergi verði þar. Einnig er geymsla, baðherbergi og vinnuherbergi (án glugga) á neðri hæðinni. Útgengi í garðinn er úr blómaskála og er þar heitur pottur, harðviðarpallar austan, sunnan og vestan megin húss. Mikil veðursæld er í skjólsælum garðinum og er þar næturlýsing.

Nánari  lýsing:
Alrými stofu og eldhúss er með niðurlímdu viðarparketi, hnotu, sem er frá 2008. Í rýminu er fallegur gasarinn,  útgengi á svlir sem snúa á móti suðri og opnar til austurs. Eldhús er með innréttingu frá Söndeborg kökken og hægt að fá í hana frá þeim aðila ef þörf er á. Gólfhiti er í kringum eyju en á henni er granít toppur og spanhelluborð sem er nýlegt. Granít toppur á innréttingu að öðru leyti. Tvöfaldur ísskápur fylgir (klakavél virkar ekki) ásamt vínkæli, og tveimur hitaskúffum auk kaffivélar og örbygjuofns en þessi  tæki eru flest nýleg.
Baðherbergi er með leðurflísum, á gólfi, handklæðaofni og hita í gólfi, næturlýsing, góð innrétting, rýmið var endurnýjað að öllu leyti 2008. Næturlýsing við glervegg sem skilur stofu frá blómaskála.
Svefnherbergi er með næturlýsingu, sama parketi og stofa og gangur að herbergi, en þar er næturlýsing, stórt fataherbergi innaf herberginu og hægt að fara beint inná baðherbergi úr svefnherbergi án þess að fara fram á gang. 
Á forstofu eru leðurflísaar og er innangengt í bískúr úr forstofu, ar er góður fataskápur.
Fallegur tréstigi er á milli hæðanna hannaður af Halldóri Gíslasyni arkitekt.
Á gólfum niðri er gegnheilt parket, hlynur, í alrými, gangi og herbergjum. Leðurflísar í blómaskála og flísar á baðherbergi og þvottahúsi.
Blómaskáli með leðurflísum er syðst og austast í rýminu, útgengt á verönd og garð,  mikil lofthæð í rýminu þar sem gólfplata efri hæðar nær ekki yfir þennan hluta.
Sjónvarpshol og miðrými er með gegnheilu parketi.
Herbergi, með parketi og fataskápum,  sem nú er eitt stórt rými var áður tvö herbergi skipt með skápum sem eru í rýminu og auðvelt að breyta til baka.
Herbergi, með parketi (skráð geymsla á teikningu).
Vinnuherbergi með parket á gólfi, gluggalaust (skráð geymsla á teikningu).
Geymsla með parketi á gólfi, þar eru lausar járnhillur.
Þvottahús með góðri vinnuaðstöðu, flísar á gólfi.
Bílskúr er rúmgóður og er rafmagnshurðaopnari, flísar  á  gólfi.
Húsið er timburhús (efri hæð) byggt úr einingum frá Húsasmiðjunni og klætt utan með sérinnfluttum múrsteini frá Þýskalandi. Neðri hæð er staðsteypt. Gluggar utan blómaskála eru oregon pine en þar eru plastgluggar, skipt hefur verið um gler þar sem þurfti. Gervihnattadiskur á austurhlið hússins fylgir.
Garðurinn er stór og gróinn með harðviðarpalli við útgengi úr blómaskála, pallur með heitum potti og skjólvegg austan megin, pallur með skjólvegg vestan megin hvar kvöldsólin fagurt skín.
Fallegar gönguleiðir meðfram voginum eru rétt neðan við húsið og er einnig fuglaskoðunarkofar sem eru opnir almenningi til að fylgjast með ríkulegu fuglalífi við voginn. Stutt er í skóla, leikskóla, leikvöll, sundlaug, íþróttaaðstððu og aðra þjónustu í hverfinu. 

Smellið hér til að fá söluyfirlit strax og fleiri upplýsingar

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.