Sigurberg Guðjónsson
Hdl., Löggiltur Fasteignasali

Sigurberg ólst upp á Patreksfirði og í Tálknafirði og er Kollsvíkurættar, en þeirri ætt tilheyrir Kristófersættin.

Eftir embættispróf í lögfræði 1973 starfaði Sigurberg sem fulltrúi Bæjargógeta og um skeið sem héraðsómari við Bæjarfógetaembætti.

Hann fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður 1980 og fékk leyfi til að reka miðlun með leiguhúsnæði 2009, sem var nr. 3, en er nú fallið úr gildi.

Sigurberg hefur annast samningagerð fyrir fasteignasölur frá 1983 samhliða lögmannsstörfum allt til 2015, er hann hætti þeim störfum og annast nú eingöngu samningagerð.

Áhugamálin eru m.a. lyftingar með syninum; að eignast 3ja Labradorinn; smíðar; fornbílar; mótorhjól árg. 1986; Frímúrarareglan, sem hann gekk í fyrir hálfri öld og hefur gegnt þar trúnaðarstörfum í 25 ár; ferðalög innanlands með hjólhýsið aftan í jeppanum.

Sérstakt uppáhald hans er byggðin Látrar (Hvallátrar) bak Látrabjarg, en þar á hann hlut í uppgerðum litlum bæ - Húsabær II, sem er almennt kallaður Bláa húsið, þar sem hjónin dvelja gjarnan eins oft og þau geta.