Bergþóra Lárusdóttir
Löggiltur Fasteignasali

Bergþóra er fædd og uppalin á Norðurlandi eins og glöggt má heyra á mæli hennar. Hún hefur langa reynslu af sölu og þjónustustörfum. Hún heillast af fjölbreytileikanum sem fylgir starfi fasteignasalans og finnst óendanlega gaman að kynnast nýju fólki og fylgja þeim eftir þegar verið er að kaupa eða selja fasteignir. Bergþóra er brosmild og glaðleg og nýtur alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Bergþóra er löggiltur fasteignasali.