Margrét Rós Einarsdóttir
Aðstoðarmaður Fasteignasala, M.Sc. Alþj. Viðskipti / MA Skattaréttur

 

Ég er viðskiptafræðingur með tæplega 30 ára reynslu á sviði sölu og markaðsmála. Undanfarin ár hef ég starfað sem sölu- og markaðsstjóri með góðum árangri. Ég legg metnað í að kynnast viðskiptavinum mínum vel og veita þeim faglega og framúrskarandi þjónustu.

Ég lauk BS námi í viðskiptafræði árið 2011 og síðar MS.c í Alþjóðaviðskiptum og MA í Skattarétti árið 2013 frá Háskólanum á Bifröst. Ég hef lengi haft hug á að snúa mér að fasteignasölu og er nú löggildingarnám.

Er í sambúð með Alla (Aðalsteini Bjarnasyni), á þrjár dætur og tvo stjúpsyni. Ég elska lífið, og er yfirleitt bjartsýn og jákvæð. Ég hef brennandi áhuga á öllu sem við kemur hönnun og stundaði nám í vöruhönnun á yngri árum. Lífið er... samverustundir með fjölskyldunni, góðum vinum, líkamsrækt, skíði, dansa og ferðalög sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra.