Vallholt 13 , 300 Akranes
46.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
103 m2
46.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1959
Brunabótamat
43.600.000
Fasteignamat
41.650.000

DOMUSNOVA OG NADIA KATRÍN LGF KYNNA:  FRÁBÆR FYRSTU KAUP. SÉR INNGANGUR, TVÖ SVEFNHERBERGI, ÞVOTTAHÚS INNAN ÍBÚÐAR, HEITUR POTTUR
Nánari upplýsingar veita:

Nadia Katrín Banine löggiltur fasteignasali / s.692 5002 / [email protected]

Lýsing eignar:
Rúmgóð 103 fm lítið niðurgrafin íbúð með sér inngang í þríbýlishúsi.  Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Þaðan er gengið inn í rúmgott hol. Eldhúsið er flísalagt með ljósri innréttingu og góðum borðkrók. Inn af eldhúsi er rúmgott þvottahús sem nýtist einnig sem geymsla. Baðherbergið er flísalagt með baðkari með sturtu og ljósri innréttingu. Tvö parketlögð svefnherbergi eru í íbúðinni, sitthvoru megin við innra hol. Góður fataskápur er í öðru herberginu. Inn af holi er rúmgóð parketlögð borðstofa og stofa. Einstaklega rúmgóður sameiginlegur pallur er fyrir framan húsið með heitum potti og útihúsgögnum. Stýring til að renna í pottinn er í íbúðinni.
Framkvæmdar vorru múrviðgerðir 2023 og stendur til að klára að mála húsið á næstunni.

Upplýsingar frá fyrri eigendum .
Drenlögn að aftanverðu 2004. Skolplögn í botnplötu að vestanverðu endurnýjuð útí brunn 2000. Rafm. endurn. ca. 1993. 
Byggður sólpallur með potti 2020. Stofn á kaldavatnsinntaki endurnýjaður samhliða heitum potti. Skolplagnir myndaðar 2018



Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]
Nadia Katrín Banine löggiltur fasteignasali / s.692 5002 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.