Helgubraut 10 , 200 Kópavogur
146.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
8 herb.
274 m2
146.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1985
Brunabótamat
115.490.000
Fasteignamat
165.150.000

Domusnova og Ingunn Björg kynna einstaklega fallegt og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum innst í botnlanga við Helgubraut 10 á Kársnesinu í Kópavogi. Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 274,9 m2, þar af er 25,7 m2 innbyggður bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, mjög rúmgott eldhús með búri og þvottahúsi inn af, sólskála, tvær samliggjandi stofur, önnur þeirra er með kamínu, borðstofu, fimm mjög rúmgóð svefnherbergi, þar af er hjónasvíta þaðan sem innangengt er í fataherbergi og baðherbergi. Tvö baðherbergi eru í húsinu og eitt gestasalerni. Aukin lofthæð er á efri hæð og eru femetrar því fleiri en skráning segir til um. Útgengt er úr sólskála sem bætt varð við árið 2013 út á hellulagða stétt með grillskýli, grasflötur og fallegur gróður umlykur húsið sem stendur innst í botnlanga, lítið gróðurhús og garðskýli eru á lóðinni. Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi. Hér er um að ræða einstaklega spennandi eign með mikla möguleika fyrir barnafjölskyldu í þessu vinsæla hverfi á Kársnesinu í Kópavogi.

Ath! Fasteignamat er 165.150.000. 


NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR INGUNN BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR LÖGGILTUR FASTEIGNASALI, [email protected] EÐA Í SÍMA 856 3566 

• FIMM TIL SEX SVEFNHERBERGI
• HJÓNASVÍTA MEÐ FATAHERBERGI OG BAÐHERBERGI • TVÆR STOFUR
• ÞRJÚ BAÐHERBERGI
• SÓLSKÁLI
• KAMÍNA


Lýsing eignar:
Aðalhæð
Forstofa: Rúmgóð forstofa með stórum fataskáp. Flísar á gólfum.
Eldhús: Einstaklega rúmgott og bjart eldhús með eikarinnréttingu og eyju.  Bakaraofn í vinnuhæð, 80 sm helluborð í eyju ásamt öðrum bakaraofni. Háfur yfir eyju. Korkur á gólfi.
Sólskáli: Rúmgóður sólskáli úr viðhaldsléttu efni, rennihurð út í gólf, tveir gluggar á hliðum. Flísar á gólfi og gólfhiti. 
Búr: Búr er inn af eldhúsi, ísskápur er staðsettur þar. Flísar á gólfi.
Þvottahús: Mjög rúmgott þvottahús er einnig inn af eldhúsi.Vaskur. Flísar á gólfi. Innangengt í bílskúr. 
Stofa: Rúmgóð og björt stofa sem skiptist í tvö rými. Kamína. Parket á gólfi. 
Borðsstofa: Rúmgóð borðsstofa hefur verið stúkuð af með léttum veggjum.  Parket á gólfi.
Gestasalerni: Flísar á gólfi.og upp á miðja veggi, Vaskur og salerni.
Bílskúr: Góður upphitaður bílskúr með vatni og rafmagni.

Efri Hæð
Stigi: steyptur stigi með parketi.
Hol: Rúmgott hol með parketi á gólfi.
Hjónasvíta: Gott herbergi, þaðan sem innangengt er í  fataherbergi og baðherbergi með sturtu, vinnuborði, vaski og salerni. Spónarparket á gólfi. 
Svefnherbergi 2: Var upprunalega tvö herbergi sem breytt hefur verið í eitt rými. innangengt um hurðargat úr öðru herbergi yfir í hitt. Útgengt á svalir. Spónarparket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Mjög rúmgott og bjart herbergi. Laus fataskápur. Spónarparket á gólfi.
Svefnherbergi 4: Mjög rúmgott og bjart herbergi með fallegum glugga. Laus fataskápur. Spónarparket á gólfi. 
Svefnherbergi 5 : Mjög rúmgott og bjart herbergi með fallegum glugga. Laus fataskápur. Spónarparket á gólfi. 
​​​​​​Baðherbergi: Bjart og rúmgott með  baðkari og sturtu og rúmgóðri innréttingu. Flísar á gólfi og veggjum. 



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.