Brennubyggð 21 , 320 Reykholt í Borgarfirði
69.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
125 m2
69.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
61.050.000
Fasteignamat
57.800.000

Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Glæsilega hönnuð eign á fallegri lóð með einstakri fjallasýn og útsýni til jökla og yfir Húsafellssvæðið.

Um er að ræða einstaklega fallegan búsað á útsýnislóð í landi Stóra Áss rétt við Húsafell (5min akstur).

Eignin stendur á 4.822 fm leigulóð (hægt að fá keypta sem eignarlóð), neysluvatn og kynding er með hitaveitu frá bóndanum. Húsið er á steyptum grunni með steyptri plötu og kynding í gólfhita.

Húsið samanstendur af geymslu, forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi og stóru alrými (stofa/borðstofa/eldhús) ásamt stórum veröndum kringum húsið og nýbúið að reysa góðan 15 fm geymsluskúr til viðbótar. 

Birt stærð skv. Þjóðskrá Íslands er 110 fm alls og er svo komin geymsla til viðbótar um 15 fm. Samtals er því heildarstærð um 125 fm alls.

Innbú fylgir með að mestu leiti utan persónlegra muna skv. nánara samtali. Eigendur munu taka t.d. borðstofuborð, stóla og etv. eitthvað smálegt annað.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax!

Nánar um eign:
Komið er inn í mjög smekklega forstofu og inn af henni er geymsla með öllum inntökum í húsið.

Gengið er inn fallegan gang og til hægri er farið að tveimur rúmgóðum svefnherbergjum. Framan við herbergin er stór forstofuskápur. Hjónaherbergið er fallega hannað, með stórum fataskáp, mikilli lofthæð og útgengt er á veröndina úr herberginu. Við hliðina á því er einnig mjög rúmgott herbergi sem rúmar tvíbreitt rúm. Á hinum enda gangsins er þriðja svefnherbergið sem einnig er rúmgott og innst er baðherbergið sem er með "walk-in" sturtu, upphengdu klósetti og vaskaskápum með vask. Útgengt er úr baðherberginu út á veröndina næst heita pottinum.

Alrýmið er allt hið glæsilegasta, mjög bjart með gólfsíða glugga á þrjá vegu. Eldhúsið með fallegri svartri innréttingu, innbyggðum ískáp, bakaraofni í vinnuhæð og helluborði í eyju. Mikið geymslupláss í skúffum og skápum, bæði í innréttingu og eyjunni. Borðstofan og stofan hvarfast fallega um súlu í miðri stofunni með einstöku útsýni til fjalla.

Allt húsið er með stórum vönduðum ljósum flísum og er gólfhiti í öllum gólfum. Lýsing í húsinu er mest öll úr Lumex og hin glæsilegasta í alla staði. Stór sólpallur úr viðhaldsfríu efni á gólfi rammar húsið inn á þrjá vegu, heitur pottur er á sömu hlið og baðherbergið. Lóðin er gróin fallegum trjágróðri og útsýnið allt hið fallegasta. Gott bílastæði er við húsið, aðkoma þægileg og góð.

Núverandi eigendur eru búnir að reisa geymslu sem er óskráð og um 15 fm að stærð. Ekki er komið rafmagn né vatn í geymsluna en allar lagnaleiðir til staðar.

Stutt er að sækja alla þjónustu í Húsafell, um 5 min akstur og er þar að finna golfvöll, flugvöll, hótel, veitingastað, sundlaug, verslun ásamt bókunarmiðstöð í alls kyns afþreyingu á svæðinu.

Rekstur, helstu stærðir:
Lóðarleiga og hitaveita 2022 = 254.586 kr.
Fasteignagjöld 2024 = 243.800 kr.
Brunatrygging 2024 = 83.786 kr.

Upplýsingar gefur: 
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.