Bjarni Stefánsson
Hdl., Löggiltur Fasteignasali

 

Bjarni lauk lögfræðinámi frá Háskóla Íslands vorið 1988. Starfaði sem lögreglumaður í Lögreglunni í Kópavogi frá maí 1987 til apríl 1988. Gerðist þá rannsóknarlögreglumaður þar og starfaði sem slíkur fram í okóber sama ár.  Starfaði sem dómarafulltrúi í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum frá nóvember 1988 til febrúar 1993.  Starfaði sem stundakennari við Lögregluskóla Ríkisins veturna 1989 til 1993.  Starfaði sem yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík frá mars 1993 til júlí 1997.   Starfaði sem lögfræðingur og starfsmannastjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands og dótturfyrirtækum frá ágúst 1997 til júlí 2012.  Hefur verið sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður síðan í júlí 2012 og hóf störf við fasteignasölu í september 2016 ásamt lögmennsku hjá Codexnova lögmannsstofu.