***DOMUSNOVA KYNNIR FALLEGA OG VEL SKIPULAGÐA 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ STÓRRI SUÐURVERÖND Í GÓÐU LYFTUHÚSI Á EFTIRSÓTTUM STAð Í SALAHVERFI KÓPAVOGS***Um er að ræða rúmgóða íbúð á jarðhæð í góðu lyftuhúsi við Ársali 1, 201 Kópavogi. Eignin skiptist í rúmgóða forstofu, gang, eldhús / borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Sér geymsla er staðsett í sameign hússins.
Frábær staðsetning, örstutt í skóla, leikskóla,sundlaug, matvöruverslun, heilsugæslu og aðra þjónustu.
Skipulag íbúðarinnar er mjög gott. Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði staðsett á plani fyrir framan húsið.
Samkvæmt yfirliti frá HMS er eignin samtals skráð 122,3 m2, þar af er geymsla skráð 7,1 m2. * ÞRJÚ SVEFNHERBERGI
* BJÖRT STOFA MEÐ GLUGGA Á TVO VEGU OG ÚTGENGT Á RÚMGÓÐA SUÐURVERÖND
* ELDHÚS MEÐ GÓÐUM BORÐKRÓK SEM TENGIST VIÐ ALRÝMI
* ÞVOTTAHÚS INN AF ELDHÚSI
* RÚMGOTT BAÐHERBEGI MEÐ STURTU OG NUDDBAÐKARI
* MJÖG STÓR VERÖND SEM SNÝR TIL AUSTURS, SUÐURS OG VESTURNánari lýsing: Forstofa: Mjög rúmgóð með flísum á gólfi og fataskáp. Gert er ráð fyrir sjónvarpsrými á teikniingu.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi, rúmgóðir fataskápar.
Herbergi 2: Parket á gólfi og fataskápur.
Herbergi 3: Parket á gólfi og fataskápur. Sama stærð og herbergi 2. ( Ath. vantar mynd af þessu herbergi).
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, hornbaðkar með nuddi, sturta, góð baðinnrétting.
Stofa: Parket á gólfi, útengt á rúmgóða verönd sem snýr til suðurs. Skjólveggur í kringum verönd.
Eldhús: Flísar á gólfi. rúmgóð innrétting með uppþvottavél og ísskáp sem fylgir (ekki innbyggt). Bakaraofn í vinnuhæð, helluborð með háf fyrir ofan.
Þvottahús: Flísar á gólfi, vinnuborð, hillur á vegg ásamt efri skápum.
Geymsla: Staðsett í kjallara hússins, 7,1fm.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla er staðsett í sameign á fyrstu hæð hússins.
Nánari upplýsingar veitir:
Agnar Agnarsson, lögg. fasteignasali / s. 820-1002 / [email protected]Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.