Langamýri 3 , 800 Selfoss
79.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
154 m2
79.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2002
Brunabótamat
65.000.000
Fasteignamat
75.250.000

Domusnova, Haukur Páll Ægisson, löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu, afar fallegt fjögurra/fimm herbergja parhús með bílskúr í grónu hverfi á Selfossi. 
Um er að ræða timburhús byggt árið 2002. Samkvæmt fmr þá er heildarrýmið skráð 154.3 m².

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, þrjú góð svefnherbergi í aðalrými, þvottahús, bílskúr plús auka herbergi inn af bílskúr með salerni og vask.


Nánari lýsing
Forstofa er rúmgóð og flísalögð.
Stofa er björt og opin við eldhús. Útgengt er út á sólpall sem er með heitum potti og gróðurhúsi.
Eldhús er með fallegri innréttingu frá IKEA, stórri eyju og góðu vinnuplássi. Bakarofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, spanhelluborð, háfur, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur.
Baðherbergi er með fallegum flísum, sturtu, handklæðaofni, hvítum vaskaskáp og upphengdu salerni.
Svefnherbergi I er rúmgott með stórum fataskáp.
Svefnherbergi II er rúmgott og bjart.
Svefnherbergi III er með fataskáp.
Þvottahús er rúmgott með fallegri innréttingu og góðu skápaplássi, tengi er fyrir bæði þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Bílskúr er með góðri lýsingu, stóru geymslulofti, rafmagns hurðaopnara og herbergi með salerni og vask.
Gólfefni Flísar eru á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi. Parket er á alrými og herbergjum.

Að sögn eiganda hafa eftirfarandi framkvæmdir farið fram frá árinu 2021
Forstofa flísalögð
Skipt um allar innihurðar (forstofuhurð alveg ný)
Parketlagt allt alrými og herbergi.
Ný eldhúsinnrétting ásamt því að ný tæki voru sett upp, ísskápur, uppþvottavél, bakarofn, örbylgjuofn, helluborð og háfur.
Þvottahús var flísalegt og sett upp ný innrétting.
Baðherbergi var flísalagt í hólf og gólf og sett walk in sturta.
Íbúðin er ný máluð.
Sólpallur var stækkaður og sett nýtt gróðurhús.
Borið var á skjólgirðingu 2024.
Ársgamall rafmagns heitur pottur.
Settur upp útiskúr með rafmagni í.


Virkilega skemmtileg eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar veita:
Haukur Páll Ægisson löggiltur fasteignasali / s.7729970 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.