Vallarbarð 3 , 220 Hafnarfjörður
69.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
5 herb.
141 m2
69.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1985
Brunabótamat
63.560.000
Fasteignamat
72.650.000

Domusnova fasteignasala Sölvi Sævarsson kynna: Vel skipulagða fimm herbergja 141,1 íbúð ásamt bílskúr við Vallarbarð 3 í Hafnarfirði. 
** GOTT VERÐ **    Sameiginlegt þvottahús tveggja íbúða er staðsett á stigapalli sömu hæðar. 
Bílskúr er í útleigu í dag og eru góðar leigutekjur af honum


Samkvæmt yfirliti frá HMS er eignin samtals skráð 141,1 m2, en þar af er bílskúr 22,9 fm.
Fasteignamat 2024 er 72.650.000.-  Byggingarár er 1985.

Nánari lýsing: 
Forstofa: parket á gólfi og fataskápar.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum að hluta, sturta.
Herbergi I: parket á gófli og fataskápur.
Herbergi II: rúmgott herbergi með parketi á gólfi og fataskápum.
Eldhús: flísar á gólfi og nýleg eldhúsinnrétting með viðarborðplötu. 
Stofa-og borðstofa: parket á gólfi, útgengi á svalir sem snúa í suð-vestur. Falleg útsýni í átt að Keilir.
Ris
Herbergi III: parket á gólfi, þakgluggi með opnanlegu fagi.
Herbergi IV: rúmgott herbergi, parket á gólfi, þakgluggi með opnanlegu fagi.
Geymsla: staðsett í kjallara.
Þvottahús: staðsett á þriðju hæð(sömu hæð og íbúð), í sameign með annarri íbúð á hæðinni. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Skolvaskur. 

Bílskúr: staðsettur í enda á þriggja bílskúralengju. 
Sérmerkt bílastæði fyrir íbúðina á bílaplani rétt hjá stigagang blokkarinar og þá eru gestastæði til hliðar við bílaplanið fyrir blokkina. 

Nánari upplýsingar veita:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða [email protected] 

 – eða skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Að sögn eiganda var farið í eftirfarandi framkvæmdir innan eignarinnar: 
* Árið 2021 skipti eigandi um eldhúsinnréttingu. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.