Lambhagi 12 , 806 Selfoss
53.800.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
87 m2
53.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2012
Brunabótamat
35.700.000
Fasteignamat
25.950.000

Nýtt í sölu – Syðri Reykir Vatnsholtsvegur ( Lambhagi 12)
*** Einstaklega vandað heilsárshús sem vert er að skoða. ***


Sölvi Sævarsson og Domusnova fasteignasala kynna í sölu:  Glæsilegur, vandaður og vel innréttaður 87,6 fm sumarbústaður (heilsárhús) með þremur svefnherbergjum á góðum stað rétt fyrir utan  Laugarvatn (c.a 18 km akstursfjarlægð) Einnig er útigeymsla með þvottaaðstöðu ca. 10 fm sem ekki er inni í skráðum fermetrum.
Sumarbústaðurinn er í alla staði mjög vandaður hvort sem eru frágangur að innan sem utan. Eignin stendur á 4900 fm leigulóð á þessum vinsæla stað í landi Syðri-Reykja í Biskupstungum.  Stutt á Gullfoss og Geysi og í flesta þjónustu á Laugarvatni. 
Fallegt og óhindrað útsýni til suðurs í átt að Heklu, Högnhöfða, Miðfelli & Bjarnarfelli svo eitthvað sé nefnt.

Bókið skoðun hjá Sölva Sævarssyni í síma 618-0064 eða [email protected]

·       Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar, vönduð tæki.
·       Gólfhiti og vönduð gólfefni.
·       Álklæðning og bandsöguð viðhaldslítil viðarklæðning.
·       Gluggar úr ál/tré og rennihurðar úr stofu og hjónaherbergi.  
·       Nýr heitur saltvatnspottur frá Artic Spa.
·       Kaldur pottur og sauna á lóð.
·       Fullfrágengin lóð með góðri grasflöt og stóru bílastæði.


Sumarbústaðurinn er alls 77,6 fm skv. Þjóðskrá Íslands. auk þess er útigeymsla c.a. 10 fm sem ekki er inni í skráðum fermetrum.

Nánari Lýsing:
Anddyri/hol – Hol með flísum á gólfi og fataskáp úr eik. Lýsing í vegg við gólf.
Hjónaherbergi – Bjart hjónaherbergi með rennihurð út á pall. Fataskápur úr eik. Parket á gólfi. Baðherbergi – flísar á gólfi og veggjum að hluta. Vönduð innrétting, sturtuklefi og upphengt klósett.
Herbergi – tvö góð herbergi, góð lofthæð og parketi á gólfi.
Alrými/ Eldhús og stofa – Gott eldhúsrými með vandaðri eikarinnréttingu. Vönduð tæki í eldhúsi, spanhelluborð og uppþvottavél. Hátt er til lofts í eldhús- og stofurými. Stórir bjartir gluggar í suður og suðvestur. Rennihurð úr stofu út á pall í suðaustur með skjólveggjum og gleri í.
Gólfefni og innréttingar:  Harðparket er á öllum gólfum að undanskildu votrými sem eru flísar. Gólfhiti er í öllu húsinu. Innréttingar og hurðar eru úr eik. Innréttingar og skápar eru vandaðir með innfræstum griphöldum. Gardínur í stofu og herbergjum.
Húsið að utan pallar og lóð:  Sólpallar eru kringum sumarhúsið á þrjár hliðar. Góðir skjólveggir með lýsingu á sólúri. Einnig eru veggljós á sumarbústaðnum sem gefa fallega lýsingu þegar rökkva tekur.

Starfrækt er sumarhús eigenda félag á svæðinu, félag Sumarhúsaeigandi að Vatnshólum og Lækjarbraut. Húsið er á leigulóð og er samningurinn til 25. ára í senn. Um 9 ár er eftir af leigulóðarsamning sem endurnýjaður er til 25 ára í senn. Vatnsgjaldið er kr. 78.000.-. 
Framkvæmdir standa yfir við Brúará, en þar á að endurbyggja brúna og tvöfalda veginn sem verður malbikaður.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða [email protected] 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / [email protected] Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 67.900 kr.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.