Miðfell 2 , 846 Flúðir
74.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
168 m2
74.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1975
Brunabótamat
57.150.000
Fasteignamat
33.450.000

***DOMUSNOVA KYNNIR * GLÆSILEGT LÖGBÝLI Í SVEITASÆLUNNI***

Eignin er staðsett sunnan megin við fjallið Miðfell og á hlutdeild í landi sem nær upp í fjall og með veiðiréttindi í vatninu á toppi fjallsins.
Stærð hússins er 214fm. ásamt kaldri geymslu undir tröppum um 18fm.
Eigninni fylgir 25% eignarhlutur í Miðfellsfjalli ásamt veiðiréttindum í vatninu sem er á toppi fjallsins.
Jafnframt fylgir 50% eignarhlutur í Neðri dal og Efsta dal austan við Miðfell á móti Dalbæ.  Kalt vatn tekið úr fjallinu fyrir húsin á svæðinu.   Borað var fyrir vatni sem fyllir 20000ltr.  miðlunartank sem miðlar vatninu til húsanna.
Nánari lýsing:

Einbýlishúsið sem er skráð lögbýli er samtals 214fm. skv. teikningu og hefur að flest öllu leyti verið endurnýjað.  Undir útitröppum er að auki köld geymsla um 18fm.
Eignin skiptist upp í gott anddyri með skápum.  Innaf því er gott hol þar sem gengið er m.a. inn í stóra lokaða stofu með fallegu nýlegu parketi.
Fimm góð svefnherbergi með skápum í hluta þeirra og parket á gólfi.
Baðherbergi endurnýjað ásamt gestasnyrtingu.  Nýjar innréttingar, flísar og tæki.
Þvottaherbergi rúmgott með geymslu innaf.  Útgengi úr þvottahúsi út á vandaðan pall á baklóð með heitum potti og gufuklefa.
Fallegt stórt eldhús með glugga og góðum borðkrók.  Búr innaf eldhúsi.
Stórt hjónaherbergi bakatil í húsinu með góðum skáp.
Stór bílskúr.
Arinn úti og inni.
Heitur pottur á verönd fyrir framan húsið.
Hitaveituréttindi er eign húeiganda og því lítill kyndikostnaður.
Búið að endurnýja m.a. þak, pípulagnir, baðherbergi, gler, rafmagn (3ja fasa) og leggja ljósleiðara.
Malbikað alla leið í hlað.
Hluti húsgagna getur fylgt með í sölu.
Einstök náttúruperla á skjólgóðum stað í Hrunamannahreppi með glæsilegu útsýni til suðurs.
Snjómokstur og sorphirða á svæðinu þannig að aðgengi er gott allan ársins hring.

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.