Faxatún 7 , 210 Garðabær
109.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
10 herb.
263 m2
109.900.000
Stofur
3
Svefnherbergi
9
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1962
Brunabótamat
79.250.000
Fasteignamat
86.600.000

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Domusnova fasteignasala kynnir í einkasölu töluvert endurnýjað 263,7 fm einbýlishús á vinsælum stað í Garðabæ.

Miklir útleigumöguleikar eru í eigninni.


Á efri hæð hússins er glæsilegt og mikið endurnýjað 139,4 fm íbúðarými með 4-5 svefnherbergjum.
Neðri hæð sem er 69,7 fm séríbúð með 3 svefnherbergjum.
Bílskúrinn innréttaður sem smekkleg tveggja herbergi íbúð.
Möguleiki er á góðum leigutekjum bæði í langtíma og skammtímaútleigu.
Fasteignamat 2022 er 99.450.000.


Að sögn seljanda hefur húsið  verið endurnýjað á undanförnum árum meðal annars;
Allar ofnalagnir í húsinu voru endurnýjaðar ásamt því að hluta af ofnum var skipt út.
Rafmagnið var mikið endurnýjað.
Neysluvatnslagnir voru mikið endurnýjaðar.
Frárennsli var endurnýjað að hluta.
Nýlegt hágæða harðparket var lagt á allt húsið.
Innréttingar og tæki í eldhúsum og baðherbergjum eru nýleg og vönduð.
Garðurinn var tekinn í gegn.

Inngangur í húsið leiðir á aðalhæð: Íbúð 1
Anddyri: Flísalagt anddyri með góðum fataskápum.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi og útgengi á skjólsaman sólpall.
Eldhús: Nýlegt eldhús með innréttingu og vönduðum tækjum, SMEG gas eldavél, háfur frá. Innbyggð þvottavél er í eldhúsinu.
Elica og marmari á eyju. Harðparket á gólfi og stór eyja sem tengir saman stofu og eldhús.
Skrifstofa/Vinnuherbergi: Gott vinnuherbergi sem hægt er að loka af og nýta sem svefnherbergi.
Efri hæð:
Gengið úr forstofu upp parketlagðan stiga upp á herbergisgang.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, fín innrétting og sturta. Gólfhiti.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og nýlegur fataskápur frá AXIS.
3 Svefnherbergi. Öll með parketi á gólfi. Eitt herbergið er með útsýni í tvær áttir.
Sólstofa: Inn af einu svefnherberginu eru svalir sem hafa verið stækkaðar og yfirbyggðar, þær nýtast
sem sólstofa eða stækkun á herberginu. Einnig gæti sólstofan nýst sem auka þvottahús.

Auðvelt er að tengja saman íbúðirnar í húsinu vilji fólk nýta þær saman sem ein heild.

Neðri hæð: Íbúð 2
Gengið er í gegnum sér inngang.
Anddyri: Flísar á gólfi. Geymslurými er inn af anddyri.
Eldhús: parket á gólfi, nýleg innrétting, 
Baðherbergi: Flísar á gólfi, salerni og sturta.
Þvottahús: Flísar á gólfi, tengi fyrir tvær þvottavélar og útgengi í bakgarð.
3 rúmgóð herbergi: Parket á gólfum. Eitt herbergið er með útsýni í tvær áttir.

Bílskúr/aukaíbúð: Íbúð 3
Frístandandi steyptur bílskúr sem var nýlega breytt í mjög tveggja herbergja íbúð.
Parketflísar á gólfi í stofu, eldhúsi og herbergi. Eldhúsið er með nýlegri innréttingu og tækjum. Stór
fataskápur er í anddýri. Svefnherbergi er einnig með góðum fataskáp. Baðherbergið er rúmgott og
með sturtu og tengi fyrir þvottavél. Gólfhiti er í allri íbúðinni.

Bílaplan er hellulagt og með snjóbræðslu.
Garðurinn er stór, þökulagður og á honum er góður sólpallur og pottur sem snýr til suðurs. Girðing í
kringum garð er smekkleg.
Rúmgóður geymsluskúr í bakgarðinum.
Klæðning er úr asbesti.

Nánari upplýsingar veitir:
Óskar Már Alfreðsson löggiltur fasteignasali / s.6158200 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.