Útey 1 , 806 Selfoss
34.500.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
63 m2
34.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1996
Brunabótamat
27.050.000
Fasteignamat
21.900.000

Domusova fasteignasala kynnir til sölu fallegt 63,5 fm heilsárshús sem stendur á 4.800 fm eignarlandi í landi Úteyjar við Laugarvatn. Einnig eru tvær geymslur á verönd hússins á bakvið húsið. Þá er heimilt að byggja allt að 30 fm aukahús á lóðina.

Húsið er mjög vel staðsett á jaðarlandi og er glæsilegt óhindrað útsýni að Laugarvatni. Það er u.þ.b. klukkutíma akstur frá Reykjavík að húsinu og u.þ.b. 7 mín akstur frá húsinu á Laugarvatn.

Húsið er byggt úr timbri árið 1996 og er klætt með liggjandi bjálkaklæðningu og bárujárni á þaki. Stór verönd er utan við húsið á þremur hliðum. Það er heitur pottur en hann er orðin frekar lúinn. Húsið er tengt heitu og köldu vatn og rafmagni.

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og að auki er mjög gott svefnloft yfir hluta hússins.

Að innan skiptist eignin eftirfarandi:

Forstofa: með fataskáp og flísum á gólfi.
Svefnherbergi I: innaf forstofu með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: með fataskáp, koju og parketi á gófi.
Svefnherbergi III: með parketi á gólfi.
Stofa og eldhús: samliggjandi í opnu rými með góðri lofthæð, parketi á gófli og útgengi út á verönd.
Baðherbergi: með sturtuklefa, salerni, handlaug og flísum á gólfi.
Geymsla / búr: innaf holi með hillum.
Svefnloft: rúmgott svefnloft yfir hluta hússins.
Útigeymslur: Bak við húsið eru tvær geymslur. Í annarri eru hitainntök fyrir húsið og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

Leiðbeiningar
Keyrt er inn á veg 364 Útey 2. Svo er keyrt framhjá tveimur afleggjurum á vinstri hönd (annar er með rauðri möl) áður en komið er að veginum sem liggur inn í sumarbústaðalandið. Þegar komið er inn á þann veg er keyrt beint áfram þangað til komið er að bústaðnum á vinstri hönd.

Nánari upplýsingar veita:
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699 4407 eða á netfangið [email protected]
Skrifstofa Domusnova fasteignasölu í  527-1717 eða á netfangið [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.