Álakvísl 134 , 110 Reykjavík (Árbær)
51.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
133 m2
51.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1987
Brunabótamat
33.340.000
Fasteignamat
45.850.000
Opið hús: 25. nóvember 2020 kl. 16:45 til 17:15.

Opið hús: Álakvísl 134, 110 Reykjavík, Íbúð merkt: 03 02 02. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 25. nóvember 2020 milli kl. 16:45 og kl. 17:15.

Hrafnkell lgf. kynnir bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð með nýju eldhúsi.
Sérinngangur er í eignina og henni fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Íbúðin er á tveimur hæðum með rislofti og suðursvölum.
Efri hæðin er undir súð og því gólfflötur þar stærri en skráning gefur til kynna.

Hafðu samband: s.690 8236 / [email protected]


Eignin skiptist í anddyri, gestasnyrting, eldhús, stofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi og geymsluloft.

Skipulag
Gengið er upp steinsteyptar tröppur og inn um sérinngang af opnum svalagangi. Komið er inn í anddyri og þaðan er gestasnyrting til vinstri, beint af augum eru stofurnar og eldhúsið á hægri hönd. Útgengt er úr stofu út á suðursvalir. Stigi milli hæð er úr tré og á rishæðinni er gott hol, stórt hjónaherbergi, stórt baðherbergi og tvö góð barnaherbergi. Úr holi er fellistigi upp í gott geymsluris.


Anddyrið er með flísum á gólfi og opnu fatahengi.
Gestasnyrtingin er með flísum á gólfi, nýju salerni, vask og vaskaskáp.
Eldhúsið er mjög rúmgott með eldhúskrók, nýrri innréttingu með innbyggðum nýjum tækjum, miklu skápaplássi og góðu vinnurými. Fallegt útsýni er úr eldhúsinu til norðurs. Flísar á gólfi.
Stofan og borðstofan er opið og bjart rými með útgengt á svalirnar. Parket á gólfi.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðum þakgluggum, fataskápum og dúk á gólfi. 
Svefnherbergi II
er með góðum þakgluggum, fataskáp og dúk á gólfi.
Svefnherbergi III er með þakglugga og dúk á gólfi. 
Baðherbergið er rúmgott með nýlegu baðkari með sturtuaðstöðu og nýlegum flísum í kring. Þvottaaðstaða er inn á baðherberginu. Flísar á gólfi og skápur.
Risloftið/geymsluloftið er með fellistiga upp í og það eru óskráðir fermetrar. 
Svalirnar
snúa í suður.
Bílastæðið er í lokaðri upphitaðri bílageymslu.
Hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð..

Staðsetning eignarinnar er í grónu íbúðahverfi og stutt er í alla helstu þjónustu, skóla- og leikskóla. Rólegt hverfi og örstutt í aðalstofnæð borgarinnar sem og almenningssamgöngu.
Náttúruperlan Elliðaárdalur er í göngufjarlægð með allri sinni fegurð og skemmtilegum gönguleiðum.


Nánari upplýsingar og bóka skoðun:
Hrafnkell Pálmi Pálmason löggiltur fasteignasali / s.690 8236 / [email protected]

Mjög vel skipulögð eign með stæði í bílageymslu á þessum vinsæla stað.
Þakið var nýlega málað.

*Skv. teikningum er gert ráð fyrir þakglugga uppi í risloftinu sem er ekki í dag. Í sambærilegum húsum hefur þessum glugga verið bætt við og þannig aukið notagildi þessa rýmis til muna.
  Oft hefur þetta rými verið notað þá sem 4 svefnherbergið í eigninni.

Skráð skv. Þjóðskrá: íbúð á hæð 57 fm. og íbúð í risi 46,4 fm. samtals 103,4 fm. og bílskúr 30,5 fm. Í heild 133,9 fm.
Íbúð merkt  202.


Fyrirhugað fasteignamat 2021 er kr. 47.000.000-

Hrafnkell Pálmi lgf á:
facebook https://www.facebook.com/hrafnkellpfasteignir 
instagram: https://www.instagram.com/hrafnkell_fasteignasali/

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]
Hrafnkell Pálmi Pálmason löggiltur fasteignasali / s.690 8236 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.