Reynimelur 72 , 107 Reykjavík (Vesturbær)
43.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
74 m2
43.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1967
Brunabótamat
22.450.000
Fasteignamat
39.550.000


****EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA****Hrafnkell Pálmi lgf. kynnir vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á efstu hæð í vel viðhöldnu húsi.
Suðursvalir með flott útsýni. 
Einnig flott útsýni til norðurs úr eldhúsi og svefnherbergjum.
Getur verið laus strax.
Frábær, umferðalétt, staðsetning í botnlanga.
Möguleiki á að hafa þvottaaðstöðu innan íbúðar.

*EIGNIN VERÐUR EKKI SÝND FYRIR OPNA HÚSIÐ*

BÓKA ÞARF SKOÐUN Í OPNA HÚSIÐ: [email protected]

Skipulag

Komið inn í hol sem tengir saman önnur rými. Góður skápur í holi. Eldhúsið er strax á hægri hönd, stofan og borðstofan á vinstri hönd og baðherbergið er beint af augum. Svefnherbergin eru inn ganginn og til hægri.

Lýsing eignar:
Anddyrið og holið er með parket á gólfi.
Eldhúsið er með dúk á gólfi og upprunaleg innrétting sem er búið að gera upp á snyrtilegan hátt. Innbyggðir skápar sem hafa sömuleiðis fengið yfirhalningu. Nýtt helluborð í eldhúsi. Flísar milli borðs og skápa. Borðkrókur með glugga til norðurs.
Stofan og borðstofan er bjart rými þar sem útgengt er út á svalir með fallegu útsýni. 
Hjónaherbergið með góðum skápum, parket á gólfi og glugga til norðurs.
Svefnherbergi II er með parket á gólfi og glugga til norðurs.
Baðherbergið er með baðkari með sturtuaðstöðu, vaskaskápur og flísar á gólfi og að hluta til á veggjum. Tengi fyrir þvottavél innan baðherbergis.
Sameiginleg þvottaaðstaða, sérgeymsla og hjóla- og vagnageymsla eru á jarðhæð.

Hús nýlega viðgert og málað að utan.
Allir gluggar í íbúðinni hafa verið nýlega endurnýjaðir.
Virkilega snyrtileg sameign.


Tilheyrir heildarhúsinu Reynimel 72-76.
Við Reynimel 72 eru 14 íbúðir.
Húsið er 4 hæðir.
Íbúð merkt 403, íbúð að 4. hæð til hægri.


Nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmi Pálmason löggiltur fasteignasali / s.690 8236 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.