Gagnheiði 17 102 , 800 Selfoss
29.900.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
2 herb.
217 m2
29.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
0
Fasteignamat
2.410.000

Domusnova og Guðný Guðmunds., löggiltur fasteignasali kynna glæsilegt mjög vandað nýtt atvinnuhúsnæði á Selfossi með yfir 5 metra hárri innkeyrsluhurð oa  allt að 6 metra lofthæð. inngönguhurð bakatil og einnig að framan við hlið innkeyrsluhurðar. Um er að ræða 217 m2 sem skiptast í 145 m2 neðri hæð og 72 m2 milliloft. Hæð frá golfplötu upp undir milliloft er 3,05m. Lofthæð á millilofti upp undir þak er frá 2,0m við útvegg upp í 3,274m við mæni.  Stór gluggi upp í þaki. Millibilin eru með gluggum að framan og aftan og uppi í þaki. Kaupendur innrétta húsnæðið að sýnum þörfum. Milliloft er komið en ekki stigi upp á það þar sem er mismundandi hvar hentar hverjum og einum hvar á að koma honum fyrir. Glæsilegt nýtt hús með góðu bílastæði fyrir framan. Húsið er tilbúið til afhendingar við undirritun kaupsamnings.   

Húsið er byggt úr Kingston stálgrind sem er sýnileg að innan, klætt og einangrað með samlokueiningum frá Kingspan sem er einn af stærri framleiðendum á slíku í heiminum. Sökkull með steyptri og vélslípaðri gólfplötu er undir húsinu. Meginhluti burðarvirkis er úr heitgalvaniseruðu stáli en þakásar og milliloft úr límtré. Sérlega vönduð málningahúðun á þaki og veggjum. Veggir milli bila eru gerðir úr 100mm steinullarsamlokueiningum (Brunaveggir E160). Rafmagnsgreinatafla með vinnutengli er í hverju bili. Ídráttarrör fyrir stofnkapal frá inntaksrými í hvert bil komið í gólfplötu.  Heitavatns og kaldavatns inntök eru í hverju bili. Skólp- og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu.

Lóð: Sér lóð fylgir hverju bili fyrir sig. Lóðir fyrir framan miðjubilin eru 100,5 m2. Gert er ráð fyrir 2 bílastæðum fyrir framan hvert bil en eru sérsvæðin djúp þannig að fleiri tæki komast fyrir. 

Opinber gjöld: Gatnagerðar-og inntaksgjöld vatns og rafmagns eru að fullu greidd.
Athuga skal að vsk kvöð er á húsinu.


Nánari upplýsingar veita:
Guðný Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali / s.821 6610 / [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.