Miðhraun 14 , 210 Garðabær
Tilboð
Atvinnuhús/ Skrifstofuhúsnæði
0 herb.
141 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
7
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2002
Brunabótamat
35.150.000
Fasteignamat
29.850.000

Hrafnkell Pálmi lgf. og Domusnova kynna mikið endurnýjaða og glæsilega hannaða eign með mikla möguleika.
Eignin skiptist í: anddyri, 7 svefnherbergi, stórt og gott alrými með eldhúsi, borðstofu, stofu, tvö baðherbergi og þvottahús.

Fyrir tveimur árum var eignin tekin í gegn.
Meðal annars: ný gólfefni (parket og flísar), milliveggir, ný rafmagnstafla og rafmagn dregið í, ný lýsing, nýtt eldhús og baðherbergi.
Eldvarnarhurðir voru settar í öll herbergin og neyðarútgangur með tilheyrandi lýsingu og fellistiga. 
Gangur inn að íbúð ný flísalagður. Nýjar lofttúður.


Nánari lýsing eignar:
Anddyrið er með flísum á gólfi.
Á öllum svefnherbergjum er parket á gólfi og fataskápar í flestum.
Eldhúsið er með nýlegri innréttingu með miklu skápaplássi. Eldhúsið og borðstofan eru með parket á gólfi.
Baðherbergin 2 eru flísalögð í hólf og gólf með sturtum og þvottaaðstöðu.
Þvottahúsið er með innréttingu og lakkað epoxy á gólfi.
Stórt alrými með stóru eldhúsi.
Herbergin eru með glugga til norðausturs og suðausturs.

Gengið inn af jarðhæð á norðausturhlið hússins.
Upp á 2. hæð í gegnum sameign sameiginleg með 5 öðrum.

Nóg af bílastæðum. 

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá: skrifstofurými á annarri hæð hússins (201) birt stærð 141,5 fm.

Nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell P. H. Pálmason löggiltur fasteignasali / s.690 8236 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.