Fossvegur 10 , 800 Selfoss
39.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
113 m2
39.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2004
Brunabótamat
38.950.000
Fasteignamat
36.600.000

Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:
Í einkasölu:

Björt og skemmtileg útsýnisíbúð á 4. hæð í lyftuhúsi við Fossveg á Selfossi.
Íbúðin er endaíbúð og snýr á móti suðvestri.
Húsið er steypt og klætt að utan með viðhaldsfrírri klæðningu.
Sameign er mjög snyrtileg og er hún með flísum á pöllum en teppi á stigum. Lyfta er í húsinu.
Að innan telur eignin:
Forstofu með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol/gang með parketi á gólfi.
Svefnherbergi eru 3. öll með parketi á gólfi og eru fataskápar í tveimur þeirra.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, sturtu, baðkari, WC og innréttingu með handlaug.
Eldhús er með fallegri viðarinnréttingu og parketi á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð, tengist eldhúsi og er hurð út á svalir á móti suðvestri.
Þvottahús er innan íbúðar og er það með flísum á gólfi og er þar skolvaskur.
Sér geymsla er á jarðhæð hússins, sem og sameiginleg hjólageymsla.

Virkilega skemmtileg eign með víðáttumiklu útsýni, sjón er sögu ríkari!

Nánari upplýsingar veitir
Sverrir Sigurjónsson lögmaður og löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.