Arnarklettur 1 , 310 Borgarnes
66.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
273 m2
66.900.000
Stofur
3
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
85.200.000
Fasteignamat
49.000.000

Glæsilegt einbýlishús í Borgarnesi á stórri lóð á frábærum stað.
Domusnova fasteignasala og Árni Helgason lgf. hafa fengið í sölu fallegt einbýlishús í Borgarnesi að Arnarkletti nr. 1. Húsið er á tveimur hæðum og er aukaíbúð á neðri hæð sem er í útleigu. Stór, innbyggður  bílskúr fylgir með tómstundaherbergi og stór garður með gróðurhúsi prýða eignina. Á undanförnum árum hefur eignin verið endurnýjuð og lagfærð og lítur vel út. Mjög góð eign á fallegum stað í Borgarnesi; sjón er sögu ríkari. 

Á efri hæð eru stofa, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi og gestasnyrting auk sjónvarpsherbergis. Á neðri hæð er 3ja herbergja íbúð auk bílskúrs og tómstundaherbergis innaf bílskúr. Sólvarnargler er í öllu húsinu, nýtt parket á eldhúsi, stofu, gangi og herbergjum. Nýlegt parket á neðri hæð (2018). Húsið er nýlega málað að innan. Fyrir ofan hluta efri hæðar er gott geymsluloft. Garður er allt í kring um húsið og er í honum ræktunarbeð og gróðurhús, en eftir er að ganga frá hluta garðsins sem býður uppá mikla möguleika. 

Efri hæð:
 Stofa og eldhús eru í einu rými, nýtt parket, sólvarnargler í gluggum, góð innrétting í eldhúsi.
Herbergjagangur með þremur svefnherbergjum, sjónvarpsherbergi og góðu baðherbergi sem er flísalagt, nýtt parket á öðrum rýmum.
Auk þess er gestasnyrting við forstofu en í henni er skápur, annar inngangur er af svölum,  þar er þvottahús auk geymslu/búrs við eldhús.
Neðri hæð:
Um 90 fm íbúð, 2 svefnherbergi, stofa og eldhús, nýlegt parket. Stór bílskúr um 40 fm, í honum er tómstundaherbergi stúkað af.

Stutt er í alla þjónustu og útivist og er umhverfið einkar fallegt og rólegt.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.