Grashagi 12 , 800 Selfoss
63.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
6 herb.
205 m2
63.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
64.800.000
Fasteignamat
51.200.000

DOMUSNOVA SELFOSSI OG BJARNI STEFÁNSSON LÖGMAÐUR OG LÖGGILTUR FASTEIGNASALI KYNNA:   FALLEGT OG VEL SKIPULAGT EINBÝLISHÚS ÁSAMT BÍLSKÚR SAMTALS 205,7 fm VIÐ GRASHAGA 12 Á SELFOSSI. 
Um er að ræða fallegt, vandað, steinhús byggt árið 1973 á einni hæð og samanstendur af  forstofu, holi, gangi, eldhúsi, stofu, borðstofu  þremur svefnherbergjum,  baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahúsi og bílskúr.
Íbúðin er stórglæsileg með vönduðum innréttingum og tækjum.  Innréttingar eru sérsmíðaðar.  Hvítar háglansandi gegnheilar slípaðar flísar frá Álfaborg.   Marazzi flísar eru á gólfum  í forstofu, stofu, eldhúsi, holi, gangi og herbergjum,  baðherbergi,  gestasnyrtingu og  þvottahúsi.  Mjög snyrtilegur og fallegur garður 
Gólfhiti er í íbúðinni nema í svefnherbergjunum, þar eru ofnar.  Ný rafmagnstafla er í húsinu.  Neysluvatnslagnir og skolplagnir undir húsinu hafa verið endurnýjaðar og settur upp nýr brunnur fyrir utan hús.    Húsið var málað að utan,  þ.e. veggir og gluggar, sumarið 2019 og skipt um járn á þaki þá  um haustið.

Samkvæmt FMR skiptist eignin í íbúð 167,4 fm og bílskúr 38,3 fm. 

Nánari lýsing:
Gengið er inn úr forstofu í gang og þaðan í eldhús, herbergin, baðherbergi og gestasnyrtingu ,stofur og borðstofu.
Forstofa er opin inn í hús og er með rúmgóðum fataskápum.
Eldhús er með mjög vandaðri  innréttingu með góðu skápaplássi. Innbyggð tæki og borðplötur úr corian. Góður borðkrókur er við eldhús.
Stofur eru tvær, önnur er notuð sem sjónvarpsrými og þar er arinn, gengið er niður tvö þrep í hina stofuna og þar er  borðstofa, þaðan er hægt að ganga út í garð. Báðar stofur eru bjartar og rúmgóðar.
Hjónaherbergi er rúmgott og með góðum fataskápum.
Svefnherbergin  eru rúmgóð, annað með góðum fataskáp.
Baðherbergi er mjög rúmgott og flísalagt í hólf og gólf. Veggir með flísum frá Álfaborg, Porcellanosa flísar.
Gestasalerni er með vegghengdu salerni og veggir eru flísalagðir með gólfflísum.
Þvottahús er með innréttingu, þvottavél og þurrkari með skúffum undir. Sömu flísar og annarstaðar í húsinu, en þvottahús hefur ekki verið klárað.
Bílskúr er með flísalögðu gólfi.

Nánari upplýsingar veitir:
Bjarni Stefánsson lögmaður og löggiltur fasteignasali  s.899 1800 / [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.