Calpe - strandíbúðir 231.500 € , 950 Spánn - Annað
31.250.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
70 m2
31.250.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

DOMUSNOVA kynnir í sölu glæsilegar strand íbúðir við sjóinn í Calpe. Um er að ræða nýtt byggingarverkefni rétt norðan við Benidorm í bænum Calpe sem er algjör perla. Þetta glæsilega fjölbýli er staðsett nánast við ströndina og býður upp á fallegt útsýni yfir sjóinn með hinn magnaða tanga í augsýn með fjallinu Penon de Ifach. Aðeins eru nokkrar íbúðir eftir í þessu fjölbýli, en allar íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum eða þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Vandað hefur við hönnun hverrar íbúðar svo hún mæti öllum nútíma kröfum og einnig er hægt að hafa áhrif á endanlega hönnun ef keypt er tímanlega í ferlinu. Hér er um að ræða alveg einstakt tækifæri til að eiga fasteign á Spáni á virkilega sérstökum stað við sjóinn. - Verð frá 185.000 €. ÍBÚÐIR AFHENDAST FRÁ NÓVEMBER 2019.

Lýsing:
Um er að ræða virkilega fallegar og vandaðar íbúðir með opnu eldhúsi og gófsíðum gluggum ásamt rúmgóðum svölum/verönd með glæsilegu útsýni. Eldhús er fullbúið með fallegri innréttingu með ljúflokun og borðplötu úr quartz (silestone) ásamt gæða eldunartækjum og háfi. Baðherbergi flísalagt með steini eða náttúrustein og góðri sturtu með glerskilrúmi ásamt gæða innréttingu og handklæðaofni. Gólfefni á allri íbúðinni og veröndinni eru flísar en á verönd eru þær með sleipivörn og í eldhúsi og baði er náttúrusteinn. (sjá nánar í skilalýsingu á mynd)

Staðsetning:
Calpe er þægilegur strandbær staðsettur á Alicante svæðinu, norðan megin við Benidorm. Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir sinn hvíta sand og túrkís-blátt hafið. Bærinn á sér ríka sögu og margt áhugavert er hægt að skoða og kynna sér um hana. Einstakur bær sem þar sem huggulegt er að setjast að í eða eiga sem afslöppunarstað. Tilvalið fyrir fólk sem vill bæði rólegheit og menningu.

VERÐ FRÁ 185.000 €
Tegund: Fjölbýli
Bær: Calpe
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 2
Byggingarár: 2019
Stærð: 70 fm.
Verönd: 20 - 47 fm.

Nánari atriði varðandi eignina:
• Fullbúið eldhús (án ískáps og uppþvottavélar)
• Rafknúin gluggatjöld (Motorized blinds)
• Útbúin baðherbergi (Fitted bathroom)
• Tilbúið fyrir loftræstikerfi (Pre-installed A/C)
• Innbyggðir fataskápar
• Hvíldarsvæði (Chillout zone)
• Sameiginleg laug/pottur
• Dyrasími með myndavél (Video entry-phone)
• Bílastæði í bílageymslu (Garage)
• Geymsla í sameign
• Íbúabygging

Nágrenni:
Hafnarsvæðið
Ströndin
Verslunarmiðstöð
Barir og veitingastaðir
Gönguleiðir um fjallið á tanganum.

Allar upplýsingar varðandi eignirnar veitir:
Aðalsteinn Bjarnason s. 773-3532 [email protected] - Verkefnisstjóri / Aðstoðarmaður fasteignasala
Skrifstofa Domusnova s. 527-1717 [email protected]

***   Athugið að kaupverðið er reiknað miðað við að 1 evra sé 135 kr. ***
**    Það bætist við kaupverð 10% spænskur söluskattur af kaupverði eignarinnar og svo er gott að miða við c.a 3,5% í annan kostnað **
*     Möguleiki er á allt að 70% fjármögnun frá Spænskum bönkum. *

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR FYRIR KAUPENDUR


DOMUSNOVA mun bjóða fólki sem fer í skoðunarferðir til Spánar, fyrir allt að tvo aðila, endurgreiðslu þar sem kostnaður er síðan dreginn frá kaupverði fasteignarinnar upp að 150.000 kr.. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir hendi til þess að fara til Spánar og skoða eitthvað af þeim fjölmörgu eignum sem við höfum upp á að bjóða. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.