Kerhólar 4 , 800 Selfoss
59.500.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
5 herb.
197 m2
59.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2014
Brunabótamat
58.420.000
Fasteignamat
51.650.000

--- EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVÖRUM ---

ELKA GUÐMUNDSDÓTTIR LGF. OG DOMUSNOVA fasteignasala kynna fallegt, vandað og vel skipulagt parhús á einni hæð á Selfossi með innbyggðum bílskúr.  
Íbúðin er innréttuð í skemmtilegum skandinaviskum stíl með eldhúsi og stofu í sama rými, fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og innangengur bílskúr.
Samkvæmt þjóðskrá er húsið 197,10 fm, þar af bílskúr 31,50 fm.

Fallegt hús sem vert er að skoða!

FASTEIGNAMAT NÆSTA ÁRS ER 59.500.000 KR.

Lýsing eignar:

Forstofan er opin og björt og leiðir þig í önnur rými hússins.  Forstofa og gangur er með flotuðu gólfi.
Rúmgóð stofa, borðstofa og eldhús í sama rými með fallegri IKEA innréttingu.  Parket á gólfi.
Í alrými hússins er skemmtileg loftaklæðning, grófur hvítlakkaður viður með innfelldri lýsingu sem gefur skemmtilegan svip á íbúðina.
Minna baðherbergið er með salerni, innréttingu og sturtuklefa.
Gott þvottahús innan íbúðar, flísar á gólfi. (ath. að hluti bílskúrs var nýttur til að stækka þvottahús um ca 6 fm).
Rúmgott miðrými hússins með sjónvarpsholi og fataskápum.  Parket á gólfi.
Stærra baðherbergið er með baðkari og útgengt á sólpall.  Flísar á gólfi.
Fjögur rúmgóð svefnherbergi.  Parket á gólfi.
Bílskúr er innangengur, skráður 31,5 fm en þar af er geymsla innst sem hefur verið notuð að hluta til sem þvottahús. 
Húsið er timburhús byggt árið 2014.  Gólfhiti er í bílskúr, þvottahúsi, baðherbergjum, stofu og eldhúsi, ofnar í miðrými og herbergjum.

Bjart og skemmtilegt fjölskylduhús á vinsælum stað á Selfossi.


Nánari upplýsingar veita:
Elka Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.863 8813 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.