Sigluvogur 11 , 104 Reykjavík (Vogar)
122.700.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
7 herb.
241 m2
122.700.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1960
Brunabótamat
74.760.000
Fasteignamat
92.200.000

DOMUSNOVA OG INGUNN BJÖRG KYNNA:
Glæsilegt einbýlishús á pöllum með 5 svefnherbergjum, tveimur stofum, sjónvarpsholi og 3 baðherbergjum ásamt bílskúr í rólegu og fjölskylduvænu hverfi við Sigluvog 11. 
Arkitekt hússins er Sigvaldi Thordarson sem teiknaði einnig innréttingar í húsið. 
Húsið hefur mikið verið endurnýjað. Eigendur hafa kappkostað að viðhalda þeim gæðum og stíl sem að hús Sigvalda eru þekkt fyrir. Við þær breytingar sem hafa átt sér stað á mörgum árum, hafa þau notið aðstoðar Þóru Birnu Björnsdóttur innanhússarkitekts. 

Skv. Fasteignamati ríkisins er húsið skráð samtals 241, 7 fm. Þar af er íbúðarhlutinn 211,90 og bíslkúr skráðir 29,8. Að auki er 18 fm rými sem ekki er skráð í fermetrafjölda hússins að sögn seljenda. 


Nánari lýsing: 
Fyrsti pallur: 
Forstofa : Náttúrusteinn á gólfi, upprunalegt fatahengi úr teak og skápur einnig úr teak teiknað af Sigvalda.
Eldhús: Hvít / teak innrétting sem hefur verið endurnýjuð að hluta. Teak borðplata. Tveir ofnar, helluborð, uppþvottavél og tvöfaldur amerískur ísskápur. Tæki eru Miele fyrir utan ísskápinn sem er frá General Electric. Öll tæki fylgja með. Skemmtilegur borðkrókur.
Stofa / borðstofa: Stór og björt stofa, oregon pine panell í lofti og á hluta veggja. Fallegur arinn, gegnheilt parket á gólfi. Útgengt er út á 50 fm suðurpall og í gróðursælan garð. 
Sjónvarpsherbergi: Er inn af stofu. Gegnheilt parket á gólfi. 
Gestabaðherbergi: Nýlega endurnýjað. Hvítar flísar á veggjum og gólfi. Vaskur, upphengt salerni. 

Efsti pallur: 
Hjónaherbergi: Bjart, parket á gólfi, stór upprunalegur fataskápur með teak rennihurðum. Útgengt á svalir. 
Herbergi 1: Rúmgott herbergi sem breytt hefur verið í eitt herbergi úr tveimur. Parket á gólfi. 
Herbergi 2: Parket á gólfi. 
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað á smekklegan hátt. Skipt um flísar á gólfi og veggjum. Upprunalegur teak skápur með óhreinatausrennu látinn halda sér. Baðkar með sturtu, speglaskápar á vegg, teak borðplata. Upphengt salerni. 
Gangur: Innbyggðir skápar með teak rennihurðum, allar hurðar inn í herbergi með upprunalegum Arne Jacobsen hurðarhúnum. Allur skápahurðar og innihurðar eru einnig upprunalegar og úr teak. Teppi er á gólfi sem rammar inn sjarma sjöunda áratugarins. Ljós í lofti eru frá fyrstu eigendum hússins og fylgja með eigninni.

Neðsti pallur: 
Herbergi 1: 
Parket á gólfi. Þarna er möguleiki á að gera annan inngang í húsið. 
Herbergi 2: Mjög rúmgott og fallegt með stórum fataskáp og snyrtiborði, parket á gólfi og panell á veggjum. Þetta herbergi er 18 fm og er ekki inni í fermetrafjölda eignarinnar að sögn seljenda. 
Gangur: Lítið skot er á gangi fyrir framan herbergi 2 sem nýtt er sem sjónvarpsrými. Parket á gólfi. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sturta, vaskur, salerni. 
Þvottahús: Mjög rúmgott, stór innrétting, flísar á gólfi. Opanalegur gluggi. 
Geymslur: Tvær litlar geymslur eru á gangi. 
Bílskúr: Snyrtilegur,nýmálaður. Hurð út í garð í enda bílskúrsins og gluggi á einni hlið. Hiti í bílaplani. 
Geymsluskúr: Útiskúr 4 fm. Efirfarandi hafa núverandi eigendur framkvæmt á undanförnum árum: 
1. 1997 Rafmagnstafla endurnýjuð og raflagnir yfirfarnar. 
2. 1999 Þvottahús flísalagt,sett upp ný innrétting í þvottahúsi. 
3. 2000 Pallur smíðaður og girt í kringum hann. Þak yfirfarið. 
4. 2001 Hús múrviðgert að utan og málað. 
5. 2004 Eldhús, gestassnyrting og forstofa endurnýjað að hluta. 
6. 2006 Timburgirðing í kringum lóð sett upp. 
7. 2010  Frárennslislagnir fra eldhúsi og gestasnyrtingu endurnýjaðar og færðar út fyrir grunn hússins. Nýr brunnur útbúinn. 
8. 2013 Frárennslislagnir frá svefnherbergisálmu og kjallara endurnýjaðar. Baðherbergi á efsta palli endurnýjað að hluta. Nýtt parket sett á neðsta pall. 
9. 2018 Bílskúr einangraður að hluta og málaður. 
10. Húsið hefur verið málað reglulega að innan og utan. Hattar hafa verið settir á báða strompa, arinn yfirfarinn og strompur hreinsaður. Garður hefur verið endurnýjaður í áföngum. Bæði með tréverki og steinhleðslum. 

 Nánari upplýsingar veitir:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.