Grettisgata 56a , 101 Reykjavík (Miðbær)
38.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
64 m2
38.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1913
Brunabótamat
17.870.000
Fasteignamat
35.800.000

EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUN.

DOMUSNOVA KYNNIR SJARMERANDI OG FALLEGA, VEL SKIPULAGÐA, ÞRIGGJA - FJÖGURRA HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANGI VIÐ GRETTISGÖTU 56A. 
Skipt var um eldhúsinnréttingu árið 2015, baðherbergi var endurýjað að hluta árið 2017. Það ár voru þak og gluggar einnig yfirfarnir og skipt um gler og glugga þar  sem þörf var á. Einnig var skipt var um allar rennur árið 2017. 
Íbúðin er mjög vel staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Örstutt í iðandi mannlíf miðborgarinnar en þó hæfilega langt frá skarkala þess. Matsölustaðir, verslanir, sundlaug,skólar og leikskólar í næsta nágrenni. 

 
Lýsing eignar:
Forstofa:
Fatahengi fyrir framan inngang í íbúð. 
Eldhús: Hvít innrétting, gashelluborð, ofn, boðrplata úr Corian aklrísteini. 
Baðhebergi: Dúkur á gólfi, flísalagðir veggir að hluta, baðkar, upphengt salerni. 
Stofa: Björt með gluggum á tvo vegu útgengt á suðursvalir, fallegur panell á veggjum og í lofti. 
Hjónaherbergi: Parket á gólfi, fataskápur, panell á veggjum og lofti. 
Herbergi: Parket á gólfi, panell á veggjum og lofti. 
Skúr: Á lóð er 12 fm skúr með tveimur gluggum og rafmagni. Í dag er hann nýttur sem þriðja herbergið. 
Þvottahús: Í sameign.
Geymsla: Í sameign. 
Geymsluloft: Ágætis geymsluloft með stiga er fyrir ofan íbúð. 
Íbúðinni fylgir réttur að bílastæðispassa einnig hefur skapast hefð fyrir því að nota hluta af lóðinni sem bílastæði fyrir eigendur hússins. Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.