Villajoyosa - íbúðir við sjóinn 140.000 € , 953 Spánn - Costa Blanca
18.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
41 m2
18.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2021
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

DOMUSNOVA kynnir í sölu glæsilegar lúxus íbúðir við sjóinn rétt hjá Villajoyosa sem er fyrir norðan Alicante borg. Um er að ræða nýtt byggingarverkefni með stórkostlegt sjavarútsýni sameiginlegu útisvæði fyrir ýmsa afþreyingu. Hægt er að velja úr 70 íbúðum af hinum ýmsu stærðum og gerðum í fyrsta áfanga, allt frá jarðhæð upp í þakíbúðir, Glæsileg 21. aldar hönnun er á húsunum og vandað við hverja íbúð svo hún mæti öllum nútíma kröfum. Mögulegt er að hafa áhrif á endanlega hönnun ef keypt er tímanlega í ferlinu. Hér er um að ræða mikið tækifæri til að eiga fallega eign á virkilega sérstökum stað við sjóinn. Afhending fyrstu íbúða er áætlað í júní 2021.

Fjölbýli:

Verð frá 140.000 €
- í fyrsta áfanga fyrir íbúðir með einu svefnherbergi. (2ja herb)
Verð frá 189.000 € - í fyrsta áfanga fyrir íbúðir með tvö svefnherbergi. (3ja herb)
Verð frá 219.000 € - í fyrsta áfanga fyrir íbúðir með þrjú svefnherbergi (4ra herb)

ATH: Verð eru líkleg til að hækka eftir því sem líður á verkefnið.

Lýsing:
Samkvæmt skilalýsingu verður lítið til sparað til að skila þessu verkefni eins vönduðu og unnt er með hágæða efnum hvert sem litið er. Allar hurðar hvítlakkaðar og sérstyrkt útidyrahurð (armored). Allir skápar innbyggðir með hvítlökkuðum rennihurðum. Gólfefni á íbúð er annaðhvort hágæða dúkur eða hágæða steinn eftir vali í stofu og herbergjum. Steinflísar á baðherbergjum, eldhúsi og verönd eða svölum. Baðherbergi með fallegri innréttingu, vegghengdu klósetti og rúmgóðri sturtu. Hiti í gólfum á baðherbergjum. Eldhús með lakkaðri innréttingu og borðplötu úr steini ásamt vönduðum tækjum. Heimilistæki eru öll frá BOSH þau sem fylgja eru örbylgjuofn, ískápur, uppþvottavél, þvottavél/þurrkari, eldavél, helluborð og háfur. Fullkomið loftthita og loftkælikerfi er í íbúðinni. Í sameiginlega svæðinu er svo inni og útisundlaug, SPA, útihvíldarsvæði, útilíkamsrækt, leiksvæði fyrir börnin og fullkomið eftirlitskerfi.

Staðsetning:
Í fallegri vík með minjar um forna borg verða þessi fjölbýli byggð í nokkrum áföngum. Þarna er mikil kyrrð og virkilega rólegt umhverfi. Þó er stutt í alla helstu þjónustu því að bærinn Villajoyosa er stutt frá þar sem nálgast má nánast allt sem mann kann að vanta. Húsin verða staðsett aðeins um 100 metra frá sjónum og hægt er að ganga göngustíg hvort sem er til Villajoyosa eða Finestrat sem eru í næsta nágreni. Enga stund er verið að fara upp á þjóðveg eða um eina mínútu. Flugvöllurinn í Alicante er í 30 mín fjarlægð og um 20 mínútur tekur að ganga í næstu hraðlest. Að sjálfsögðu þarf ekki að fara langt til að finna golfvöll heldur.

VERÐ FRÁ 140.000 €
Tegund: Fjölbýli
Bær: Villajoyosa
Svefnherbergi: 1-3
Baðherbergi: 1-3
Byggingarár: 2021
Stærð: 41 - 100 fm.
Verönd: 16 - 32 fm.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENDA SKILALÝSINGU FRÁ BYGGINGARAÐILA

Allar upplýsingar varðandi eignirnar veitir:
Aðalsteinn Bjarnason s. 773-3532 [email protected] - Verkefnisstjóri / Aðstoðarmaður fasteignasala
Skrifstofa Domusnova s. 527-1717 [email protected]

***   Athugið að kaupverðið er reiknað miðað við að 1 evra sé 135 kr. ***
**    Það bætist við kaupverð 10% spænskur söluskattur af kaupverði eignarinnar og svo er gott að miða við c.a 3,5% í annan kostnað **
*     Möguleiki er á allt að 70% fjármögnun frá Spænskum bönkum. *


SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR FYRIR KAUPENDUR

DOMUSNOVA mun bjóða fólki sem fer í skoðunarferðir til Spánar, fyrir allt að tvo aðila, endurgreiðslu þar sem kostnaður er síðan dreginn frá kaupverði fasteignarinnar upp að 150.000 kr.. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir hendi til þess að fara til Spánar og skoða eitthvað af þeim fjölmörgu eignum sem við höfum upp á að bjóða.  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.