Leifsgata 10 , 101 Reykjavík (Miðbær)
36.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameigninlegum inngangi
2 herb.
61 m2
36.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1937
Brunabótamat
16.850.000
Fasteignamat
33.500.000

Domusnova og Hrafnkell kynna fallega og bjarta tveggja herbergja endaíbúð á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur.
Endurnýjað baðherbergi og eldhús.
Stór horngluggi til suðurs og vesturs inni í stofunni sem snýr út í garðinn.
Þvottaaðstaða er innan íbúðar en einnig sameiginleg í kjallara.
5 bílastæði beint fyrir framan sem tilheyra Leifsgötu 10.
Stutt í þjónustu, verslun og afþreyingu.
Frábær fyrsta eign!

Skipulag:
Gengið er inn í sameign upp á 2. hæð. Komið er inn í anddyrið og þaðan á gang sem tengir önnur rými íbúðar. Beint af augum er baðherbergið, til vinstri er eldhúsið og svefnherbergið, stofan er því til hægri.

Nánari lýsing eignar:

Anddyrið er með parket á gólfi og nýlegum fataskáp.
Hol/gangur er með parket á gólfi.
Eldhúsið hefur verið endurnýjað að hluta á smekklegan máta. Flísar eru á gólfi, nýleg borðplata, skápur, blöndunartæki og vaskur. Gluggi til norðurs.
Svefnherbergið er rúmgott með parket á gólfi, góðum fataskápum og glugga til suðurs.
Baðherbergið hefur verið endurnýjað. Nýtt: baðkar, sturtuhaus, vaskur,  blöndunartæki, vaskaskápur, spegill og flísar. Gólfið er flotað og lakkað. Þvottaaðstaða er inni á baðherbergi og gluggi til suðurs.
Stofan er rúmgóð og björt með parket á gólfi, stórum hornglugga sem snýr til suðurs og vesturs út í garðinn. 
Sérgeymsla, 4,5 fm., með þakglugga er í risi ásamt sameiginlegu geymslurými.

Nýlega voru hurðar og hurðakarmar endurnýjaðir sem og op inn í eldhús og stofu voru stækkuð.
Parekt á gólfi var endunýjað fyrir um 4 árum síðan.


Þvottaaðstaða og hjóla- og vagnageymsla er í kjallara.
Góður sameiginlegur garður.
Stigagangurinn á 5 bílstæði sem eru beint fyrir framan húsið.

Rafmagnstaflan hefur verið endurnýjuð.

Leifsgata 10 er sambyggð nr. 8, 6, 4 og telst vera eitt hús.
Hlutfallstala í Leifsgötu 10 er 13,64%
Hlutfallstala í heildar húsi Leifsgötu 10 - 4 er 3,81%


Nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell P. H. Pálmason löggiltur fasteignasali / s.690 8236 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.