Hvassaleiti 6 , 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
45.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
119 m2
45.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1960
Brunabótamat
34.120.000
Fasteignamat
44.450.000

DOMUSNOVA KYNNIR kynnir í sölu 4ra herbergja íbúð + bílskúr miðsvæðis við Hvassaleiti 6 í Reykjavík. Frábær staðsetning í Reykjavík með alla helstu þjónustu í næsta nágrenni. ATHUGIÐ að mikið hefur verið lagt í endurbætur á fjölbýlinu sjálfu á undanförnum árum svo að húsið er í góðu ástandi að utan.

AUÐVELDLEGA MÁ ÚTBÚA RÚMGÓÐA 3 HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ BJARTRI STÓRRI STOFU OG BORÐSTOFU MEÐ AÐ FELLA EINN LÉTTAN VEGG.


Lýsing:
Komið er inn í hol íbúðar með ágætium fataskáp og innfelldum skáp og er þaðan aðgengi inn í öll rými íbúðar. Frá hægri er rúmgóð stofa með dúk á gólfi ásamt góðum glugga og útgengi á svalir til vesturs. Þar af er rúmgott hjónaherbergi með nýlegum stórum skáp og korki á gólfi ásamt tveimur gluggum. Baðherbergi er flísalagt í hátt og lágt og er með góðri nýlegri innréttingu ásamt sturtuklefa og salerni. Stærra barnaherbergið er með stórum skáp og dúk á gólfi. Minna barnaherbergið er með nýlegum skáp með stórum spegli og dúk á gólfi. Eldhús með dúk á gólfi og hvítri/beyki innréttingu ásamt ágætum borðkrók. Geymsla er inn af sameign í kjallara og sameiginlegt þvottahús er einnig í kjallara. Bílskúrinn sem fylgir eigninni er í bílskúralengjunni fyrir framan húsið og sér bílastæði fyrir framan hann. Fasteignin er skráð í heildina 119,3 fm en þar af er bílskúr 20,5 fm og geymsla 3,4 fm.

FYRIRHUGAÐ FASTEIGNAMAT 2020 ER 45.100.000 kr.

Helstu atriði um viðhald á fjölbýlinu undanfarin ár:
 • Húsið var klætt með litaðri álklæðningu á þrjá vegu þ.e. norður, austur og suðurhlið - 2003
 • Endurnýjun á ganghurðum, settar B30 hurðir fyrir allar íbúðir - 2009
 • Endurnýjun hurða í anddyri og samstæðar læsingar í sameign - 2012
 • Vesturhlið múrviðgerð á flötum, svalagólfum og endursteypt handrið þar sem þurfti. - 2014
 • Útfletir á vesturhlið filtaðir, grunnaðir og málaðir ásamt svölum og gólfum. - 2014
 • Allir gluggar og svalarhurðir á vesturhlið málaðir - 2014
 • Endurnýjaðir gluggar í þvottahúsum (tréverk og gler) og settar loftunartúður - 2014
 • Ástand þaks kannað og reyndist gott, óskemmt og málning í lagi - 2014
 • Stéttar fyrir framan sorpgeymslur og hjólgeymslur endursteyptar og einnig tröppur. Snjóbræðslulagnir settar. - 2015
 • Endurnýjun á aðalrafmagnstöflu hússins og raflagnir í sameign yfirfarnar og lagaðar - 2015
 • Endurnýjun póstkassa og blaðahillna - 2016
 • Endurnýjun á dyrasímatækjum og kerfi yfirfarið - 2016
 • Viðgerð og fóðrun á frárennslislögnum undir kjallara og út í brunn - 2016
 • Viðgerðir á gluggum í stigahúsum og frauðefnisþétting sett með tréverki - 2016
 • Þakrenna á austurhlið hússins endurnýjuð og niðurföll löguð - 2017
 • Endurnýjun á gólfteppum í stigahúsi og stigahús málað, gert við glugga og málað - 2019 (maí/júní) - í vinnslu

BÓKIÐ SKOÐUN MEÐ AÐ SMELLA HÉR eða hafið samband við Aðalstein í síma 773-3532.

Nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason       S: 773-3532    [email protected] - Aðstoðarmaður fasteignasala / Hefur lokið löggildingarnámi
Haukur Halldórsson         S. 527-1717     [email protected] - Hdl., Löggiltur Fasteignasali

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.