Hesthús eða vélageymsla 20x7 , 621 Dalvík
8.500.000 Kr.
Hesthús
0 herb.
140 m2
8.500.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

DOMUSNOVA FASTEIGNASALA kynnir nýtt hesthús með innréttingum tilbúið til reisingar.
Húsið er stálgrindarhús klætt samlokueiningum úr stáli einangruðum með glerull.  
Litur húss er hvítt með rauðu þaki, þakhalli er 25 gráður.
Húsið er kynt með hitaveitutengdri gólfhitalögn.

Hesthús, 20 x 7, ósamsett í gám tilbúið til flutnings með yleiningum, 10 gluggar, vélræn loftræsting, 2 hurðir, 100 mm einangrun, þakrennur, rautt þak.
Burðarvirkið er stálgrind sem boltuð er á steyptar undirstöður og ber upp útveggi, þak og gluggakerfi.

Nánari lýsing:
Húsið er í 40 feta gámi milli Dalvíkur og Akureyrar.  Gámurinn fylgir.
Í hesthúsinu er gert ráð fyrir 17 stíum og milligerðum, þar af er ein folaldastía.
Timbrið í stíurnar er heflað og nótað, einnig fylgir sparkvörn sem er 4 cm þykkt timbur meðfram útveggjum í stíum í sömu hæð.
Stíurnar eru allar yfir mörkum reglugerðar um stíustærð fyrir hross, flestar stíurnar eru 2x2,27m á lengd/dýpt en ein stía er 3,7m á breidd og er ætluð fyrir folöld.  Í hornum eru auð rými sem eru hugsuð sem útgangur og hitt sem stigagangur fyrir efri hæð og/eða hnakkageymsla.

Verð: 12. mio án vsk með gám og innréttingum.
húsið sjálft: 8.500.000 kr.
Innréttingar: 3.500.000 kr.

Mynd er af samskonar húsi (hurðar þó ekki eins)
Verkís sá um allar teikningar og þær fylgja með.

Nánari upplýsingar veita:
Elka Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.863 8813 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.