Arnarheiði 7 , 810 Hveragerði
41.000.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
114 m2
41.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1997
Brunabótamat
40.900.000
Fasteignamat
34.250.000

Domusnova fasteignasala kynnir steypt einnar hæðar parhús sem er 114 fm með suður sólpalli, geymslurými í þurrum lágum kjallara og einnig upp í þaki. Eignin skiptist í forstofu, hol, 2 rúmgóð svefnherbergi ásamt stóru herbergi með litlum glugga sem er skilgreint sem þvottaherbergi og geymsla. Nýtist sem svefnherbergi þar sem gott geymslupláss er upp í þaki og í skriðkjallara. Stofa er opin við eldhús og hol og borðstofu. Baðherbergi er rúmgott með sturtu í baðkar og aðstöðu fyrir þvottavél og þurkara. Góður sólpallur með skjólveggjum bakatil, grasflatir og annar gróður. Hellulagt bílaplan fyrir framan húsið. 

Eldhús er með góðum gluggum,  hvítum sléttum hurðum í innréttingu, flísar á gólfi. 
Hol er með flísum á gólfi.
Forstofa með hurð inn í íbúð, flísar á gólfi.
Herbergin eru þrjú og rúmgóð.  Parket á gólfum.
Baðherbergi er ágætlega stórt með tengingu fyrir þvottavél. Sturta í baðkar. Upphengt salerni og góð hvít innrétting. 
Stofur eru tvær, ein afstúkuð við hlið eldhús og aðalstofan er opin við þessa stofu og eldhúsið með útgang á sólpall. Minni stofan með flísum og stærri með parketi. 
Geymslurými er uppi í þaki og undir húsinu. 

Hús er steypt með málaðri mjúkhraun áferð, hvítum gluggakörmum, þakkannti og úti hurðum.
Lóð er gróin með grasflötum og suður sólpalli með skjólgirðingu. Bílaplan fyrir framan húsið er hellulögð. 


Nánari upplýsingar veita:
Guðný Guðmundsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala / s.821 6610 / [email protected]
Haukur Halldórsson, löggiltur fasteignasali / s.789-5560 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.