Álfhólsvegur 20A , 200 Kópavogur
59.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
4 herb.
168 m2
59.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1954
Brunabótamat
38.210.000
Fasteignamat
55.750.000

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli

Domusnova og Árni Helgason, löggiltur fasteignasali, hafa fengið í einkasölu talsvert endurnýjað endaraðhús með stórum garði við Álfhólsveg í Kópavogi. Stutt er í alla þjónustu s.s. verslanir, skóla, leikskóla og íþróttamannvirki. Raðhúsið lítur vel út og hefur verið endurnýjað á síðustu árum s.s. með nýrri eldhúsinnréttingu, nýtt gler er í mörgum gluggum, skólplögn hefur verið endurnýjuð og baðherbergi endurnýjað að hluta samkvæmt upplýsingum eigenda. Um 11m2 Sólstofa er til suðurs sem er ekki skráð hjá Þjóðskrá og er eignin stærri sem því nemur. Ágætur bílskúr sem byggður var 1982 er rúmgóður og í honum innréttingar, heitt og kalt vatn. Sameiginlegt þvottahús með iðnaðarþvottavélum og þurrkara er fyrir hendi en tengi fyrir þvottavél eru í íbúðinni sjálfri.


Komið er inní forstofu og er hol á vinstri hönd og er þaðan gengið upp stiga á efni hæðina. Til hægri úr holinu er ágæt stofa og borðstofa auk þess sem sólhús er til suðurs útí garðinn. Beint áfram úr holinu er komið inní eldhús sem er með nýlegri innréttingu. Þegar upp stigann er komið er hjónaherbergið beint af augum til suðurs og er það með góðum skápum og er rúmgott. Tvö herbergi eru á hæðinni til viðbótar og er innfeldur skápur í öðru þeirra. Baðherbergi hefur verið endurnýjað að hluta að sögn eigenda. Mjög stór suðurgarður með trjám sem eru allt að 15 metrum er ein helsta prýði eignarinnar og er þar mjög skjólsælt og garðurinn mjög gróinn. Í honum er pallur með girðingu á báðar hendur framan við sólstofuna. Þvottavél er á baðherbergi en einnig er sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi. Rúmgóður bílskúr með sjálfvirkum opnara Settar voru nýjar þakplötur fyrir um 10-12 árum og var þakið málað ásamt þakkanti sumarið 2018 og nýlega var skipt um gler í nánast öllum gluggum á suðurhlið að sögn eigenda. Skipt var um klóaklögn og raflagnir að hluta árið 2014 að sögn eigenda. 

Nánari lýsing
Stofa er með hvíttuðu parketi á gólfi og hefur verið skipt um gler í gluggum að mestu leyti.
Sólstofa er með flísum á gólfi og var endurnýjuð að hluta 2018 að sögn eigenda, sólstofan er ekki inni í skráðri fermetratölu en er um það bil 11m2.
Eldhús er með flísum á gólfi og eldhúsinnrétting er frá árinu 2014 og var þá frárennsli endurnýjað.
Forstofa er með flísum á gólfi.
Hol er með parketi á gólfi og er þaðan stigi uppá efri hæð.
Stigi á milli hæða er teppalagður.
Hol á efri hæð er parketlagt.
Hjónaherbergi er ágætlega rúmgott með góðum skápum, parket er á gólfi og hefur gler í gluggum verið endurnýjað.
Herbergi á suðurhlið er með parketi á gólfi og hefur gler verið endurnýjað að hluta nýlega.
Herbergi á norðurhlið er með parketi á gólfi og innfeldum skáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hefur það verið endunýjað að hluta, nýlegur sturtuklefi og blöndunartæki.
Bílskúr er rúmgóður, 32,8m2 og er byggður 1982. Sjálfvirkur bílskúrshurðaropnari er í bílskúrnum og í honum eru vinnubekkir. Gólf er steypt.
Geymsla er í sameign og er hún ágætlega stór með hillum.
Klæðning á húsinu virðist í ágætu standi.
Um er að ræða holsteinshús.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.