Laugavegur 5 , 101 Reykjavík (Miðbær)
37.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameigninlegum inngangi
2 herb.
45 m2
37.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1890
Brunabótamat
14.850.000
Fasteignamat
30.550.000

DOMUSNOVA kynnir í sölu fallega tveggja herbergja risíbúð í fallegu bárujárnsklæddu timburhúsi með einkastæði við Laugarveg 5 í 101 Reykjavík. Eignin er skráð 45,9 fm skv. Þjóðskrá en gólfflötur er um 70 fm. Íbúðin er öll máluð hvít en hinir gömlu kvistar í loftinu hafa fengið að halda sér ásamt timburgólfinu. Virkilega skemmtileg eign fyrir par eða einstakling á besta stað í miðbæ Reykjavíkur.

BÓKIÐ SKOÐUN MEÐ AÐ SMELLA HÉR eða hafið samband við Aðalstein í síma 773-3532.

Lýsing:
Gengið er inn í íbúðina á 2. hæð og gengið beint upp stiga á 3. hæð þar sem komið er inn í aðalrými íbúðar. Stofa er með fallegum stórum glugga með bogadregnri línu til suðurs og útgengi á litlar svalir þar sem horft er upp og niður Laugaveginn. Eldhús er opið inn af stofu með ágætri innréttingu sem var sérsmíðuð á sínum tíma með borðkrók. Herbergi er inn af stofu með ágætum skápum og glugga til norðurs. Baðherbergi er með sturtuklefa, salerni og vaski, en þar er einnig þvottavél og góðum þakglugga. Timburgólf er á allri íbúðinni sem hefur verið haldið við og lakkað. Lítil geymsla er í kjallara.

Nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason       S: 773-3532    [email protected] - Aðstoðarmaður fasteignasala / Hefur lokið löggildingarnámi
Haukur Halldórsson         S. 527-1717     [email protected] - Hdl., Löggiltur Fasteignasali

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.