Úthlíð 9 , 105 Reykjavík (Austurbær)
31.900.000 Kr.
Fjölbýli
2 herb.
48 m2
31.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1951
Brunabótamat
15.650.000
Fasteignamat
29.500.000

Domusnova og Vilborg kynna nýtt á einkasölu:
ÚTHLÍÐ 9 
2JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ með svölum til suðurs.

Gengið er upp tröppur framan á húsi og inn um sameiginlegan inngang í flísalagða forstofu.
Í húsinu eru sex íbúðir.
Forstofan
er sameigninleg með íbúð á sömu hæð.
Þegar komið er í íbúðina tekur við hol.
Þaðan er gengið inn í aðra hluta íbúðar.
Eldhús: með parketi á gólfi, með nýlegri innréttingu, eldavél með keramik helluborði og litlum borðkrók.
Stofa með parketi á gólfi.
Svefnherbergi með fataskápum og útgengi á svalir til suðurs.  Svalir eru sameigninlegar með íbúð á hæðinni.
Baðherbergi með baðkari, flísalagt.  Sturta í baðkari.
Frá forstofu er innangengt í sérgeymslu íbúðar, þvottahús og kyndiklefa.

Húsinu hefur verið vel við haldið í gegnum árin.
 • Húsið var steinað að utan árið 2014
 • Rafmagn í íbúð endurnýjað fyrir nokkru og rafmagnstöflu var skipt út.
 • Nýtt gler í allri íbúð og einnig í húsi ásamt opnanlegum fögum og gluggalistum.
 • Skolp var endurnýjað 2004 en þá var einnig drenað.
 • Þak endurnýjað 2014.
 • Renna á þakkanti fóðruð fyrir nokkrum árum
Stæði á lóð sameiginleg með öllum íbúðum - stæði eru fyrir nokkra bíla inni á lóðinni og fjölmörg bílastæði í götu.

Nánari upplýsingar veita:
Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.