Drápuhlíð 40 , 105 Reykjavík (Austurbær)
43.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
93 m2
43.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1949
Brunabótamat
24.550.000
Fasteignamat
40.250.000

DOMUSNOVA kynnir notarlega 3ja herbergja íbúð á eftirsóttum stað við Drápuhlíð 40,105 Reykjavík í mikið endurnýjuðu litlu fjölbýli. Um er að ræða íbúð kjallara meðsérinngangi og sérafnot af upphituðu bílastæði í grónu og vinsælu hverfi í hlíðunum. Miklar endurbætur hafa verið á húsinu sem eru langt komnar og verða að fullu greiddar af núverandi eigendum. Ráðgert er að framkvæmdir verði afstaðnar fyrir afhendingu eignarinnar. Húsið verður því í mjög endurnýjuðu ástandi fyrir nýja eigendur.

Nánar um ástand og endurbætur:


- Allt gler endurnýjað og opnanleg fög 2019 - (ráðgert fyrir afhendingu)
- Nýjar útidyrahurðar við inngang og út í garð úr stofu 2019 - (ráðgert fyrir afhendingu)
- Skólplagnir hafa verið endurnýjaðar 2012 -
- Nýtt rafmagn hefur verið dregið og sett ný rafmagnstafla bæði í íbúð og sameign 2008 -
- Nýtt dren hefur verið sett við allt húsið 2014 -
- Þak er í góðu standi og voru þakrennur endurnýjaðar 2016 og þakkantar endursteyptir 2018 -
- Hús verður steinað upp á nýtt að utan 2019 -

Lýsing:
Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi og nýrri útidyrahurð. Inn af anddyri er komið inn í rúmgott hol með fallegum loftlistum og parketi á gólfi sem leiðir þig í allar vistarverur íbúðar og inn í sameign. Eldhús er lítið en notarlegt og hefur verið endurnýjað með ágætri innréttingu með eikaráferð og fallegum hvítum vaski ásamt dökkum flísum á vegg. Eldhústæki eru nýleg með gashelluborði og ofni í vinnuhæð. Nettur borðkrókur er í eldhúsi með veggföstu borði og ágætt skápapláss. Baðherbergi hefur verið endurnýjað og flísalagt hátt og lágt. Rúmgóð sturta er á baðherbergi og vegghengt klósett. Ágætur vaskur með skáp ásamt góðum spegli með ljósi og veggskápur er einnig á baðherbergi. Stofa er rúmgóð með góðum glugga og fallegum loftlistum með lökkuðu steingólfi. Áætlað er að setja nýja hurð í stofu fyrir afhendingu svo útgengt verði út í garð (við rauða skápinn á mynd). Hjónaherbergi er rúmgott með fallegum loftlistum, parketi á gólfi og góðum glugga ásamt innbyggðum skáp í vegg með rennihurð. Barnaherbergi er einnig rúmgott með fallegum loftlistum, góðum glugga og parketi á gólfi. Inn af holi er svo innangengt í sameiginlegan gang og sameiginlegt þvotthús í kjallara. Tveir góðir skápar eru í holi með hurðum. Geymsla er inn af sameign og er hún 5,5 fm að stærð. Góður sameiginlegur garður er á bak við húsið og hellulögð verönd við útgengi úr stofu. Þinglýstur afnotaréttur af upphituðu bílastæði á sameiginlegri lóð.

*** BÓKIÐ SKOÐUN MEÐ AÐ SMELLA HÉR *** 

Nánari lýsing:
Anddyri: Með flísum á gólfi og nýrri útidyrahurð.
Hol: Með parketi á gólfi og fallegum loftlistum. Aðgengi þaðan í öll rými eignar. Tveir góðir skápar innfelldir.
Eldhús: Nýleg innrétting með eikaráferð og gegnheilli borðplötu úr eik. Dökkar flísar á vegg fyrir ofan borðplötu. Nýleg eldhústæki með gashelluborði og ofni í vinnuhæð.Nettur borðkrókur með veggföstu borði og veggskápum með ljósi.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað. Flísalagt hátt og lágt og sett ný sturta og ný blöndunatæki. Sett var nýtt vegghengt klósett og vaskur ásamt skápum.
Stofa: Rúmgóð með góðum glugga og fallegum loftlistum með lökkuðu steingólfi. Sett verður hurð og opnað útgengi út í garð.
Hjónaherbergi:  Rúmgott með fallegum loftlistum, parketi á gólfi og góðum glugga ásamt innbyggðum skáp í vegg með rennihurð.
Barnaherbergi: Rúmgott með fallegum loftlistum, góðum glugga og parketi á gólfi.
Þvottahús: Rúmlega 11 fm stórt og sameiginlegt með tveimur öðrum íbúðum í sameignar rými. Innangengt beint úr íbúð inn í sameign og þaðan í þvottahús.
Verönd: Hellulögð og niðurgrafin fyrir framan herbergi bakatil við húsið.
Geymsla: Um 5,5 fm geymsla inn af sameignargangi.
Bílastæði: Þinglýstur afnotaréttur af upphituðu bílastæði á sameiginlegri lóð.

*** FÁIÐ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX MEÐ AÐ SMELLA HÉR ***

Nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason       S: 773-3532    [email protected] - Aðstoðarmaður fasteignasala / Hefur lokið löggildingarnámi
Haukur Halldórsson         S. 527-1717     [email protected] - Hdl., Löggiltur Fasteignasali

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.