Hringbraut 92 , 230 Keflavík
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
0 herb.
127 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
19
Baðherbergi
10
Inngangur
Sér
Byggingaár
1961
Brunabótamat
34.300.000
Fasteignamat
15.450.000

Domusnova og Vilborg í síma 891-8660 / [email protected] kynna:
B&B GUESTHOUSE AÐ HRINGBRAUT 92, Í MIÐBÆ KEFLAVÍKUR


Fjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar er u.þ.b. 3 kílómetrar
Gistiheimilið hefur verið nýlega klætt að utan með nýjum álgluggum og hurðum auk þess sem þak á aðalbyggingu er nýtt.
19 herbergi og leyfi fyrir rekstri á bílaleigu er til staðar. 
Samþykktar teikningar eru til staðar af efstu hæð (3. hæð), 220 fm. 
 

Herbergin eru eins, tveggja, þriggja og fjögurra manna.
Öll herbergin eru með uppábúnum rúmum, vaski, spegli, "32 flatskjá með fjölda sjónvarpsstöðva og frí WI-FI tenging er í öllu húsinu.
Á hverri hæð eru tvö - þrjú salerni með sturtum, handklæðum og hárþurrkum auk þess sem 7 herbergi eru með sér baðherbergjum.

B&B Guesthouse hefur verið rekið  frá árinu 2001:
Boðið er upp á gistingu, morgunverð, keyrslu í flug og geymslu á bíl fyrir gesti.
Það hefur verið stækkað jafnt og þétt í gegnum árin og hefur húsið fengið mjög gott viðhald.
Nýjasta viðbótin er álma með 5 tveggja manna svefnherbergjum sem öll hafa sér baðherbergi með sturtu.  Þar er einnig nýtt eldhús, eldhúskrókur og þvottahús.  Þar eru allar lagnir nýjar sem og rafmagn, gluggar og hurðir. Sturtuklefar eru með epoxí í hólf og gólf. 

Herbergin eru í heildina 19 ásamt 10 baðherbergjum, 3 setustofum, 2 eldhúsum og stórum eldhúskrók, þvottahúsi, forstofu og skrifstofu.

Þá er leyfi fyrir bílaleigu til staðar. Bílastæði fyrir 15 bíla fylgir gistiheimilinu.

Samþykktar teikningar eru til staðar af efstu hæð (3. hæð), 220 fm. 

Gistiheimilið er með eigin vefsíðu með bókunarkerfi, ásamt því að vera á fjölda bókunarvefa og að vera á samfélagsmiðlinum Facebook. 

Þriggja herbergja íbúð er einnig til sölu en þar er sér þvottahús innan íbúðar. Sameiginlegur inngangur er inn í stigagang þar sem gengið er inn í íbúðina, en einnig er hægt að ganga út af svölum íbúðar þar sem komið er út á þakpall og þaðan gengið inn á efri hæð gilstiheimilisins. Hentar mjög vel fyrir rekstraraðila gistiheimilisins.

Gistiheimilið hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin. 
 
Smelltu hér til að fara inn á vef gistiheimilisins.
 
 • GOTT VIÐHALD Á HÚSI.
 • ÁL KLÆÐNING AÐ UTAN FRÁ ÁLTAK.
 • LAGNIR OG RAFKERFI ENDURNÝJAÐ AÐ MIKLU LEITI.
 • ÞAK Á AÐALBYGGINGU ER ALLT NÝTT.
 • MEIRIHLUTI GLUGGA ERU ÁLGLUGGAR, NÝJIR OG NÝLEGIR
 • ÚTIHURÐAR ERU ÁLHURÐAR, NÝJAR OG NÝLEGAR.
 • NÝJAR INNRÉTTINGAR OG PARKET ER Á ÖLLUM HERBERGJUM, ÁSAMT ÞVÍ AÐ ÖLL HERBERGI ERU NÝMÁLUÐ.
 
Nánari upplýsingar veita:
Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.