"Örfáar íbúðir eftir til sölu í húsinu"
Domusnova fasteignasala kynnir nýja og glæsilega 3ja herbergja útsýnisíbúð á 8.hæð ásamt stæði í bílageymslu í Vallakór 6a.
Íbúðin, sem er með stórum svölum og glæsilegu útsýni, afhendist fullbúin með gólfefnum, ísskáp og uppþvottavél. Nánari lýsing:Um er að ræða íbúð merkta 0803 á 8. hæð hússins. Íbúðin er skráð 82,0 fm að stærð og þar af er geymslan 7,0 fm. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu merkt B10.
Íbúðin skiptist í anddyri með fataskáp, hjónaherbergi með stórum fataskáp, herbergi með fataskáp, flísalagt baðherbergi með sturtu, innréttingu og vegghengdu salerni, stofu og eldhús í rúmgóðu alrými og sér þvottahúsi. Útgengi er á stórar svalir úr stofu, en mikið útsýni er af svölum og úr stofu.
Húsið:Húsið skiptist í tvær byggingar, Vallakór 6a og 6b með tveimur lyftuhúsum, tvær lyftur í öðru húsinu en ein í hinu. Stigar eru í báðum lyftuhúsum og er aðgengi þess vegna gott. Með öllum íbúðunum fylgir sér bílastæði í lokaðri bílgeymslu. Allar íbúðirnar eru með rúmgóðum svölum, en gott rými er á svölunum fyrir grill og garðhúsgögn. Íbúðir á jarðhæð eru með sérafnotarétt á lóð. Mikið útsýni er einkennandi fyrir allt húsið.
Þjónusta:Eignin er staðsett á vinsælum stað í Kópavogi þar sem örstutt er í alla þjónustu. Má þar nefna leikskóla, grunnskóla, matvöruverslanir, sportbar, Kórinn íþróttamiðstöð, Salalaug, hesthúsahverfi, líkamsrækt, golfvöll GKG, og útivistarsvæði í Heiðmörk og í kringum Elliða- og Vifilstaðavatn.
Skipulagsgjald:Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0,3% af brunabótamati.
Frekari upplýsingar veita Snorri Björn Sturluson lögmaður / fasteignasali í síma 699-4407 eða á [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 62.900 kr.