Lindarbraut 17A 170 Seltjarnarnes
81.700.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
6 herb.
170 m2
81.700.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1987
Brunabótamat
50.860.000
Fasteignamat
64.900.000

Domusnova kynnir í einkasölu vel staðsett parhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr við Lindarbraut 17a 
Samkvæmt skráningu Fasteignaskrár Íslands er eignin samtals skráð 170,9 m2 en þar af er bílskúrinn 30,9 m2
Garðstofa hússins er ekki inn í skráðri fermetratölu eignarinnar en hún er um 8 m2. 

* Bakgarður hússins er afgirtur og mjög barnvænn. 
* Fjögur svefnherbergi. 
* Stutt í alla almenna þjónustu á Seltjarnarnesi. 
* Fasteignamat ársins 2019 er 73.300.000 kr.


Nánari lýsing: 
Neðri hæð-
Forstofa: flísar á gólfi.
Gestasnyrting: flísar á gólfi.
Forstofugangur: parket á gólfi, fataskápur.
Eldhús: parket á gólfi.
Stofa og borðstofa: parket á gólfi, stofa og borðstofa í björtu samliggjandi rými.
Garðstofa: ath. garðstofan c.a. 8 m2 er ekki inn í skráðri fermetratölu eignarinnar, flísar á gólfi, frá garðstofu er útgengt á rúmgóðan pall í bakgarði hússins sem er afgirtur og snýr í suð-vestur.
Efri hæð- 
Baðherbergi: flísalagt í hólf og gólf, með sturtu og baðkeri, með plássi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi: parket á gólfi, fataskápar, útgengt út á suð-vestur svalir.
Herbergi: þrjú herbergi, öll með parketi á gólfi og tvö þeirra með fataskáp.  
Bílskúr: rúmgóður bílskúr að framanverðu við húsið, með góðu geymslulofti. Í bílskúrnum er heitt- og kalt vatn, niðurfall, rafmagn og hiti. Rafdrifin bílskúrshurð og hiti í bílaplani og gangvegi að húsinu. 

Staðsettning eignarinnar er einstaklega góð á Seltjarnarnesi en parhúsið stendur c.a. við miðja Lindarbrautina en þaðan er göngufæri í skóla, leikskóla, sundlaugina og íþróttamannvirki á Seltjarnarnesi. ATH. myndirnar af eigninni voru teknar í sumar, eignin er fyrst sett núna á sölu. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Ösp Ragnarsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 665-8909 eða [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.