Stuðlaberg 60 221 Hafnarfjörður
78.700.000 Kr.
Parhús
6 herb.
203 m2
78.700.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1988
Brunabótamat
57.300.000
Fasteignamat
58.800.000

Domusnova fasteignasala kynnir vandað og vel skipulagt 6 herbergja parhús ásamt bílskúr á frábærum stað í Setberginu í Hafnarfirði. Húsið er 203,3 fm á stærð og þar af er 18 fm sjálfstæður bílskúr.

Um er að ræða hús á tveimur hæðum auk rishæðar. Húsið stendur á jaðarlóð og er ósnert náttúran í bakgarðinum og engin byggð í næsta nágrenni til að skyggja á útsýnið.

Húsið er með 4-5 rúmgóðum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, tveimur stofum og hentar því stórum fjölskyldum vel.

Öll rými er sérlega björt enda mikið af gluggum í húsinu.


Nánari lýsing:
Fyrsta hæð:

Andyri: með fatahengi og flísum á gólfi.
Svefnherbergi: með fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús: með hvítum sérsmíðuðum innréttingum, tengi fyrir uppþvottavél og flísum á gólfi.
Stofa / borðstofa: samliggjandi með flísum á gólfi og útgengi í garðinn.
Baðherbergi: með sturtu og flísum á gólfi.
Þvottaherbergi: með sérsmíðuðum innréttingum, flísum á gólfi og útgengi á verönd.

Önnur hæð:
Sjónvarpshol: með parketi á gólfi.
Svefnherbergi: með fataskáp, parketi á gólfi og útgengi á stórar vestur svalir.
Svefnherbergi: með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi: með sturtu, baðkari og flísum á gólfi.

Rishæð:
Opið rými með björtum gluggum til suðurs og stórum þakglugga.
Hentar vel sem unglingaherbergi, vinnuherbergi eða sjónvarpsstofa.
Rúmgóðar súðargeymslur beggja megin.
Teppaflísar á rýmið fylgja með.

Bílskúr:
Bílskúrinn er 18 fm á stærð og er í enda í bílskúrslengju fyrir framan húsið.
Skúrinn er snyrtilegur  með millilofti, heitu og köldu vatni og farstýrðum hurðaopnara.

Frekari upplýsingar veitir Snorri Björn Sturluson fasteignasali  / lögmaður í síma 699-4407 eða í tölvupósti á netfangið [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 62.900 kr.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.