Hrafnkell Pálmason
Aðstoðarmaður Fasteignasala/Í löggildingarnámi

Hrafnkell Pálmi er í sambúð og á tvo syni, eina stjúpdóttur og franska bolabítinn Esju. Hann hefur áhuga á hundarækt, mótorhjólum og fótbolta. Lið hans er Manchester United  (eina liðið sem hægt er að halda með)

Í hjáverkum rekur Hrafnkell Pálmi vefverslun ásamt sambýliskonu sinni og þegar tími gefst finnst honum fátt skemmtilegra en að rifja upp gamla fótboltatakta þegar hann spilar með liði sínu Vængir Júpiters.

Hrafnkell mun ljúka námi til löggildingar í fasteigna og skipasölu áramótin 2017/2018.

Hrafnkell Pálmi hefur fjölbreyttan bakgrunn og fjölbreytta reynslu úr fyrri störfum.

Menntun:

        B.Sc. Sálfræði við Háskóla Íslands

        Heilsuhagfræði Diplóma við Háskóla Íslands

 

        Löggilding fasteignasala við Endurmenntun Háskóla Íslands (útskrifast jan. 2018)

Senda fyrirspurn á Hrafnkell Pálmason

Skilaboð hafa verið send.