Litla þúfa 1 276 Kjós
Tilboð
Sumarhús
3 herb.
93 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
34.500.000
Fasteignamat
32.700.000

Domusnova fasteignasala kynnir til sölu glæsilega og einstaka eign í Kjósinni.

Um er að ræða 92,6 m2 heilsárshús á 9 hektara eignarlóð á afar fallegum stað í Kjósinni. Húsið stendur á miðri jörðinni í friði frá ys og þys og er fallegt útsýni til allra átta. Jörðin er öll afgirt og með góðu aðgengi hvort sem er fyrir hestaræktun eða til trjáræktunar. Húsið er byggt árið 2007 og lítur út eins og burstabær. Það er klætt timburklæðningu upp á gamla mátan og endurspeglar á margan hátt gamlan byggingarstíl.  Frá húsinu er fagurt  útsýni yfir Meðalfellsvatn og að botni Eilífsdals. Gaflar og plata eru steypt en helstu veggir úr timbri. Húsið skiptist þannig: Komið er inn í flísalagða forstofu og inn af henni er litil geymsla, þar er einnig gengið niður í lítinn kjallara sem nýtist sem geymsla en þar eru einnig lagnir, gólfhitunarkerfi og hitakútur staðsettur. Stofa og eldhús er aðliggjandi.  Í svefnherbergjum sem eru tvö er mikil lofthæð og er loftið klætt með skarsúð. Í húsinu er eitt baðherbergi með sturtu og gegnt því er þvottahús. Gegnheilt tekk parket er á stofu, eldhúsi, gangi og herbergjum. Gluggar og innihurðir eru vandaðar. Nú er komið heitt vatn í kjósina og hefur verið lagt að húsinu heitt vatn. Fyrir utan húsið er trépallur og steinpallur. Búið er að gróðursetja all mikið af trjám og þá er mjög góður hagi sem fylgir sem er tilvalinn til beitar fyrir hross. Allt landið er girt með fimm strengja rafmagnsgirðingu sem þarf að yfirfara en landinu sem fylgir er skipt upp í þrjú hólf. Auk þess er á jörðinni gott og stórt afgirt hestagerði. Bátur fylgir húsinu og kerra en hæglega er hægt að skreppa í siglingu bæði á Meðalfellsvatni og í Hvalfirði.
Litla Þúfa er fallegt heilsárshús í fallegri og kyrrlátri sveit og það tekur einungis 30 mínútur að aka frá Reykjavík og að litlu Þúfu.

Óskað er eftir tilboði í eignina.


Nánari upplýsingar veita:
Elka Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.863 8813 / elka@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.