Gil og hrúthamrar 701 Egilsstaðir
56.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
56.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
73.249.000
Fasteignamat
18.244.000

DOMUSNOVA fasteignasala kynnir til sölu jarðirnar Gil og Hrúthamra á Héraði.
Áætluð stærð jarðanna er yfir 2.000 hektarar.  Töluverður húsakostur, ágætis íbúðarhús og hlunnindi ásamt mikilli náttúrufegurð.


Lýsing eignar:
Jarðirnar eru í um 30 km fjarlægð frá Egilsstöðum (um 20 min keyrsla) en að Giljum er fallegt bæjarstæði sem er rammað inn af mikilli fegurð Jökuldalsins.
Þónokkur húsakostur er á Giljum sem telur m.a.
172 fm einbýlishús á tveimur hæðum.  Húsið er í góðu ásigkomulagi að utan, klætt bárujárni, gluggar og þak í lagi. 
Að innan þarfnast það endurbóta.  Hægt er að útbúa tvær íbúðir í húsinu.  Búið var í íbúðahúsinu síðast fyrir um 3 árum.
Gott 420 fm fjárhús sem var byggt árið 2000, mætti nýta á ýmsan hátt.
45 fm geymsla/bílskúr byggð árið 1988.  
Önnur útihús eru ekki í góðu ástandi.

Um 40 hektarar af ræktuðu landi samkvæmt þjóðskrá, tún hafa verið nytjuð.
Að Hrúthömrum er steypt hlaða, 165 fm að stærð byggð árið 1964.  Hlaðan sjálf er ekki í góðu ásigkomulagi en að henni liggur rafmagn sem nýtist ef áhugi er að byggja frekar á jörðinni og/eða aðskilja Hrúthamra frá Giljum.
Gil og Hrúthamrar eiga land að Jökulsá á Brú en þar er töluverð veiði og eiga jarðirnar hlutdeild í ánni.  Veiðifélagið Strengir er með ánna á leigu.
Einnig hafa hlunnindi fengist vegna hreindýraveiða sem er þónokkur á jörðinni, ásamt því að mikið er af rjúpu og heiðagæs innan landamerkja.
Jarðirnar eru yfir 2.000 hektarar að stærð, nokkuð vel afmörkuð landamerki eru á láglendi en óljósari uppá Giljaheiði.

Domusnova er með fleiri myndir af eigninni sem hægt er að fá sendar í gegnum tölvupóst.

Virkilega áhugaverð jörð á fallegum stað nálægt Egilsstöðum, íbúðarhúsið má vel nýta til búsetu allt árið eða til sumardvalar.  Fallegt landslag, mikil hlunnindi og ágætur húsakostur.  

Nánari upplýsingar veita:
Elka Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.863 8813 / elka@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.