Árskógar 8 109 Reykjavík
42.700.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
75 m2
42.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1993
Brunabótamat
21.850.000
Fasteignamat
34.850.000

EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUN.

DOMUSNOVA KYNNIR:  FALLEGA OG VEL SKIPULAGÐA 75,4 fm,  ÍBÚÐ Á 8. HÆÐ Á FRÁBÆRUM STAÐ VIÐ ÁRSKÓGA 8 Í  REYKJAVÍK MEÐ FRÁBÆRU ÚTSÝNI Í LYFTUHÚSI FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI.
Íbúðin skiptist stofu, forstofuhol, baðherbergi/þvottahús, svefnherbergi, eldhús og sér geymslu í kjallara.   Svalir eru yfirbyggðar úr stofu.

Í Árskógum er félagsstarf á vegum Reykjavíkurborgar ásamt mötuneyti sem íbúar hafa aðgang að. Húsvörður er í húsinu.  Íbúar geta leigt samkomusal og púttvöllur er á sólríkum stað á lóðinni. Svalir út af aðalstofu. Góð eign á frábærum stað. Mikil þjónusta er í húsinu. 

Nánari lýsing:
Gengið er inn i íbúðina í  forstofuhol með fataskáp.
Inn af holi er  baðherbergi með innréttingu og sturtu. Aðstaða er fyrir þvottavél inn á baðherbergi.  Veggir í baðherbergi eru flísalagðir en dúkur á gólfi. 
Ljóst viðarparket er á öllum gólfum nema baðherbergi.
Úr holi er einnig gengið inn í opið rými sem skiptist í eldhús, og stofu,. Í eldhúsi er upprunaleg innrétting með ofni, helluborði og háfi. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Þar við hlið er rúmgott hjónaherbergi með fataskápum og parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á yfirbyggðar svalir.

Nánari upplýsingar veitir:
Bjarni Stefánsson lögmaður og löggiltur fasteignasali  s.899 1800 / bjarni@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.