Sogavegur 196, 108 Reykjavík (Austurbær)
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
7 herb.
137 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1954
Brunabótamat
31.530.000
Fasteignamat
53.400.000

Domusnova fasteignasala kynnir vel skipulagt einbýlishús með risíbúð ásamt bílskúr. 
Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er eignin samtals skráð 137 m2 en þar af er 37 m2 bílskúr, þar fyrir utan er óskráð um 40 m2 sólstofa. 

Nánari lýsing: 
Neðrihæð
Forstofa: flísar á gólfi, frá forstofu er stigi upp í risíbúð sem er í útleigu. Frá forstofu er hurð inn á aðalhæð hússins. 
Eldhús: flísar á gólfi, ljós eldhúsinnrétting. 
Þvottahús: er staðsett inn af eldhúsi. 
Herbergi: rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi, á herbergis gangi sem er flísalagður eru fataskápar og þá er rými fyrir skrifborð innst í horninu. 
Baðherbergi: flísalagt í hólf og gólf, með sturtu og ljósri baðinnréttingu. 
Stofa og borðstofa: parket á gólfi, stofa og borðstofa í samlyggjandi rými, frá borðstofu er inngengt í sólstofu. 
Sólstofa: flísar á gólfi, útgengt frá sólstofu út á pall í bakgarði sem snýr í suður. Þá er hægt að ganga inn í bílskúr frá sólstofu. Sólstofa er ekki inn í skráðum fermetrafjölda eignarinnar. 
Risíbúð: 
Gengið er upp stiga frá aðalinngangi hússins í risíbúð sem er í útleigu. 
Herbergi: tvö herbergi, dúkur á gólfi, fataskápur í öðru þeirra. 
Eldhús: málað steingólf, hvítir eldhússkápar með vaski. Rafa-eldavél. Þak gluggi. 
Baðherbergi: dúkur á gólfi, salerni og handlaug. Sturtu var komið fyrir í geymslu, sem er með glugga til hliðar við aðalinngang hússins. 
Bílskúr: rúmgóður bílskúr til hliðar við húsið.  

Garður er umhverfis húsið, með stórum grenitrjám, þá er pallur með lýsingu í bakgarði hússins. Húsið er vel staðsett á Sogaveginum, en stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem apótek og verslanir í Skeifunni. 

Nánari upplýsingar veitir Guðný Ösp Ragnarsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 665-8909 eða go@domusnova.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.