Minni-mástunga lóð 1-5 , 801 Selfoss
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
12 herb.
570 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
12
Baðherbergi
16
Inngangur
Sér
Byggingaár
2003
Brunabótamat
148.250.000
Fasteignamat
56.700.000

Frábært tækifæri fyrir sumarið!

Domusnova fasteignasala hefur fengið til sölu hótel á Suðurlandi, skammt frá Árnesi og Flúðum.
Um er að ræða tvær byggingar sem standa hlið við hlið, gistirými með 12 herbergjum og þjónusturými með veitingaskála, bar, eldhúsi og fleiru. Lóðirnar eru tvær samtals 10.000fm, Sú minni er 1500fm og liggur skammt frá aðallóðinni.
Húsin eru byggð árið 2003, steypt og forsteypt. Húsin eru steinuð að utan og allir gluggar og hurðir úr plasti sem minnkar viðhald. Fyrir liggur teikning að stækkun hótelsins um 12 herbergi sem er tvöföldun gistirýmis. Frá húsunum er falleg útsýn. Stór sólpallur er sunnan við húsið.
Nánari lýsing veitingaaðstöðu:
Flísalögð móttaka, innan við hana er miðrými með bar. Fundasalur með uppteknum loftum og innfeldri lýsingu. Stór parketlagður veitingasalur með stórum útsýnisgluggum. Til hliðar við veitingasalinn er flísalögð sólstofa og útgengt þaðan á sólpallinn. Í eldhúsi er innrétting með tækjum og eyju. Líklega þyrfti að uppfæra innréttingu og tæki til að auka afkastagetu ef til stækkunar kemur. Vönduð salernin eru fjögur, þar af eitt með aðgengi fyrir fatlaða. Auk þess er geymsla og inntaksrými.

Hótelherbergin standa í einni byggingu við hlið veitingasalarins. Þar eru tólf herbergi með flísalagðri forstofu, og flísalögðu baðherbergi með sturtu, herbergin eru parketlögð. Öll herbergin, sem eru um 20 fm að stærð, eru með sérinngangi. Í húsunum er brunakerfi.

Á lóðinni væri hægt að bæta við öðrum 12 herbergjum og liggja fyrir teikningar að þeim. Auk þess væri hægt að bæta við nokkrum smáhýsum fyrir starfsfólk eða gesti á minni lóðinni. Húsin eru fullbúin og með lokaúttekt. Hitaveita er á staðnum, hiti í gólfi með þráðlausum stýringum. 

Eignin hefur  ekki verið í rekstri undanfarin ár en lítið þarf til að koma af stað rekstri. 

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Árni Helgason aðstoðarmaður fasteignasala / s.663 4290 / arni@domusnova.is
Haukur Halldórsson, löggiltur fasteignasali / s.789-5560 / haukur@domusnova.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.