Álfkonuhvarf 29, 203 Kópavogur
42.400.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
95 m2
42.400.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2005
Brunabótamat
31.030.000
Fasteignamat
31.600.000

Domusnova kynnir fallega og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á 1. hæð með góðum svölum sem snúa til suðurs.
Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, 2 svefnherbergi og þvottahús.
Eigninni fylgja 2 bílastæði: eitt Extra-stórt stæði í bílageymslu og annað sérstæði á þaki bílageymslu beint fyrir framan innganginn.
Gengið er inn í íbúðina beint inn úr lokaðri sameign.
Stutt í Vatnsendaskóla, verslun og íþróttasvæði HK.

Skemmtileg eign sem vert er að skoða!

Lýsing eignar:
Forstofan er rúmgóð með góðum fataskáp og flísum á gólfi. 
Eldhúsið, borðstofan og stofan mynd eitt bjart alrými með parket á gólfi og útgengt er úr stofunni út á góðar svalir sem snúa til suðurs.
Eldhúsið er með góðri eldhúsinnréttingu með miklu skápaplássi og góðu vinnurými, parket er á gólfi og gluggi til norðurs.
Hjónaherbergið er bjart með parket á gólfi ásamt góðum fataskápum og glugga til suðurs.
Svefnherbergið er rúmgott með góðum fataskáp og parket á gólfi. Gluggi til norðurs. 
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með stórum sturtuklefa og snyrtilegri innréttingu. 
Svalirnar eru rúmgóðar (9,35 fm) og snúa til suðurs.
Þvottahúsið er innan íbúðar með flísalögðu gólfi.
Sérgeymslan (7,6 fm), hjóla- og vagnageymslan eru í snyrtilegri sameign á jarðhæð.
Bílastæði 1 í bílageymslu á jarðhæð.
Bilastæði 2 á þaki bílageymslu.
Hurðirnar í íbúðinni eru 90 sm breiðar sem er breiðara en gengur og gerist.

Möguleiki á að afhenda fljótt!

Skráð skv. Fasteignaskrá Íslands: íbúð 88,2 fm og geymsla 7,6 fm. Samtals 95,8 fm.

Skv. eignaskiptayfirlýsingu dagsett 2. okt. 2004:
Bílastæði merkt fötluðum á þaki bílgeymslu er á sérafnotarétti íbúðar 01-03.
Húsið Álfkonuhvarf 29-31 samanstendur af tveimur matshlutum, íbúðarhúsi með 20 íbúðum og sameiginlegri bílgeymslu með 20 stæðum.
Eignin er 88,2 fm íbúð á fyrstu hæð ásamt 7,6 fm geymslu í kjallara. Íbúðinni tilheyrir bílastæði (fyrir fatlaða) í bílgeymslu.
Hlutfallstölur:
- í lóð: 1,85%
- í húsi: 4,63%
- í hitakostnaði: 4,52%  


Nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmason löggiltur fasteignasali
hrafnkell@domusnova.is       / s.690 8236 /
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Haukur Halldórsson, löggiltur fasteignasali / s.789-5560 / haukur@domusnova.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.