Búðarflöt 2, 225 Álftanes
104.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
193 m2
104.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2017
Brunabótamat
0
Fasteignamat
8.930.000

Domusnova kynnir í einkasölu glæsilegt nýbyggt einbýlishús við Búðarflöt 2, Garðabæ/Álftanes. Húsið er 193,9 fm. þar af er bílskúrinn 31,4fm.
Arkitekt Kjartan Rafnsson. Óhindruð sjávarsýn er frá húsinu, sem er á einum besta stað syðst á Álftanesi.
Allur frágangur á húsinu, jafnt utan sem innan, er afar vandaður.   Einstök eign á einstökum stað.  


Nánari lýsing:
Forstofa með gólfflísum. Fataskápur. Hiti í gólfi.
Stofa og borðstofa í opnu björtu alrými með miklu sjávarútsýni til vesturs í átt að Snæfellsjökli.  Úr borðstofunni er rennihurð og hægt að ganga út í garð  sem snýr í suðurátt.
Lofthæðin í alrýminu er 3,65m og 3,10m í eldhúsi.  Loftið í alrými er gert úr sérinnfluttu hljóðdeyfandi gipsefni. Innfelld lýsing.
Eldhúsið  með glæsilegri  hvítri glans innréttingu og eyju með Quartzsteinborðplötu, spanhelluborði og gufugleypi frá Falmec. 
Innfelldur tvöfaldur ísskápur með klakavél.  Uppþvottavél og örbylgjuofn.  Heimilistækin eru frá Siemens - Top Line. 
Hol - Sjónvarpsrými.

Baðherbergi.  Hvít glans innrétting með góðu skápaplássi.  Vegghengt salerni. Frístandandi baðkar og sturturými.  Úr baðherberginu er útgengi á verönd en þar eru greiðfærar lagnaleiðir fyrir heitan pott.
Hjónasvíta með stórum fataskáp, þaðan er innangengt í sér baðherbergi með sturturými, vegghengdu salerni, hvít glans innrétting.
Úr svefnherberginu er útgengi á verönd.
2 svefnherbergi með skápum.
1 svefnherbergi án skápa.
Þvottahús með flísalögðu gólfi og innréttingu hvít/glans fyrir þvottavél og þurrkara. Ræstivaskur.  Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi.
Bílskúr 26fm. Gólfefni epoxy iðnaðargólf.

Innkeyrsla grófjöfnuð. Gert er ráð fyrir snjóbræðslulögn.
Þrefalt sorptunnuskýli.
Lóð er tyrft.
Í húsinu eru  ljósleiðari frá Mílu.
Allar innréttingar í húsinu koma frá Sonderborg Kokkenet og eru sprautulakkaðar hvít glans. http://www.sonderborg-kokken.dk
Innihurðar eru allar 2.40 á hæð innfelldar með eikarspón og sprautulakkaðar hvít glans. Sérsmíðaðar frá Parka.
Lýsing frá Rafkaup er í húsinu og er öll hin vandaðasta.  Lýsingahönnuður Kjartan Óskarsson.
Gólf og veggflísar frá Parka.
Gluggar eru úr timbri en álklæddir að utan.  
Lagnaleiðir fyrir heitan pott eru til staðar.
Innbrennt ál er í öllum rennum og flasningum.
Gólfhiti er í öllu húsinu sem hægt er að stjórna með sér hitastillingu í hverju herbergi.
Húsið afhendist fullbúið en án gólfefna nema í votrýmum þar eru gólfflísar.


Húsið afhendist á byggingarstigi 7 og á matstigi 7 sem er fullbúin bygging, ásamt því að lokaúttekt byggingarfulltrúa hefur farið fram.
Afhendingartími er áætlaður í okt/nov
Hér er videó af staðsetningunni  https://vimeo.com/135124331
Frekari upplýsingar veitir Kristín Einarsdóttir nemi í lögg.fasteignas. s: 894-3003  kristin@domusnova.is og Haukur Halldórsson löggiltur fasteignasali, sími 789-5560 eða á eignir@domusnova.is.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs auk kostnaðar við skilyrt veðleyfi samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.