Aðalstræti 12, 470 Þingeyri
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
13 herb.
416 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
91.700.000
Fasteignamat
18.300.000

***DOMUSNOVA KYNNIR * HÚSEIGN FYRIR FERÐAÞJÓNUSTU***
Heil húseign 416,6fm. sem hentar sérstaklega vel fyrir hostel eða lítið gistihús, með möguleika á mikilli stækkun á aðliggjandi lóð.  Húsnæðið er mjög gott að utan nema gler sem þarf að yfirfara.

Kjallari: 
Lofthæð 3.7m.  Vélasalur að hluta leigður til Símans fyrir kr. 80.000,- á mánuði.  Sameiginlegt eldhús með tækjum (allt rústfrítt með háf).  Búningsklefi með niðurfalli í gólfi sem mætti innrétta sem 3 sturtur fyrir ferðamenn.  Sér-inngagnur fyrir herbergi með baði.  Þetta herbergi tengist gangi þannig að innangengt er á efri hæðina.  Gamli kyndiklefinn nýtist sem þvottahús.  Gluggalaust herbergi með loftræstiristum en mögulegt að setja glugga.  Mögulegt að reisa glerskála á baklóð (óteiknað), allt gler og opnanleg fög til staðar.
1 hæð:
Innréttað eins og upphaflega þegar Síminn var þar til húsa.  Skiptist í inngang, 3 stór opin rými og stóra skrifstofu.
2. hæð:
Innréttuð sem íbúð þar sem er salerni, langur gangur, herbergi með svölum, annað herbergi með skáp og hjónaherbergi með stórum skáp, annað baðherbergi með sturtu og baðkari, þvottahús, stórt eldhús og búr, borðstofa og stofa.  Parket á gólfum, baðherbergi flísalagt, minna wc, eldhús og búr með linoleondúk á gólfi.
Stigagangur veglegur með linoleondúk.

500 ltr. ný heitavatnstúpa sem þjónar gistiheimilinu mjög vel.  Tvær sturtur og fjögur salerni í húsinu og hægt að fjölga þeim.

Mikilir möguleikar í hvers konar ferðaþjónustutengdri starfsemi s.s. kajakferðir, veiðiferðir, fjórhjólaferðir, gönguferðir o.fl.
Fyrirliggjandi videomyndir af allri eigninni utan sem innan sem mögulegt er að senda áhugasömum.

Áhvílandi er lán frá Íbúðalánasjóð samtals ca. kr. 14.000.000,-.

Allar frekari upplýsingar veita Haukur Halldórsson Hdl/lgf. á eignir@domusnova.is S. 789-5560 og Agnar í s. 820-1002 eða agnar@domusnova.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.